Biður fólk að dæma ekki hana Birtu sína 5. nóvember 2010 07:00 Sögunni um Birtu bleiku er ætlað að fá lesendur til að dæma þá sem eru öðruvísi ekki eftir útlitinu heldur sjá þá frá öðru sjónarhorni, segir höfundurinn Belinda Theriault. Tíkin Týra fylgist með ofan af vegg. Fréttablaðið/Daníel „Það er sérstakt að fylgjast með viðbrögðum fólks þegar það sér hana fyrst af því að hún er svona hárlaus,“ segir Belinda Theriault um Sphynx-læðuna sína Birtu. Belinda og tíkin Týra voru óaðskiljanlegar í fimmtán ár þar til Týra dó haustið 2006. „Þegar Týra dó var ég í ofboðslega miklum sárum. Ég vildi ekki fá mér annan hund en vissi að ég yrði að fá mér eitthvert dýr af því að mér leið svo illa,“ segir Belinda sem tók Sphynx-læðuna Birtu til reynslu í nokkra daga sumarið 2007. Birta var þá í fyrsta skipti aðskilin frá bróður sínum og móður og faldi sig út um allt hús. „Eftir tvo daga kom hún allt í einu inn í stofu og lagðist í kjöltu mína og horfði í augun á mér. Þá vissi ég að hún Birta færi héðan aldrei út aftur,“ lýsir Belinda andartakinu þegar hún féll fyrir læðunni sinni. Sphynx-kattategundin er upprunalega frá Kanada og varð til við stökkbreytingu. Sérstakt útlit Birtu veldur því að hún mætir miklum fordómum. „Fólk segir oft oj. Það spyr hvort hún sé ekki grimm og hvort ekki sé ógeðslegt að koma við hana. Bara við það að sjá hana myndar fólk sér svo ofboðslega neikvæða skoðun á henni,“ segir Belinda sem kveður börn hins vegar mun jákvæðari gagnvart Birtu en þá eldri. „Börnin vilja vita allt um Birtu. Þess vegna datt mér í hug hvort ég gæti notað hana sem sameiningartákn,“ segir Belinda sem skrifað hefur bókina Birta, brött og bleik. „Fólk segir að hún líkist geimveru og sumir halda að hún sé rotta. Hún situr stundum eins og páfagaukur á öxlinni á mér og við göngum um hverfið og höfum jafnvel fengið okkur kaffi á útikaffihúsi. Einu sinni var lítill strákur með mömmu sinni niðri á Hallærisplani þar sem hann æpti upp: Ertu með grís?“ hlær Belinda. Bókin fjallar um það þegar Birta fer út og hittir önnur dýr sem vilja hana ekki í hópinn. Belinda hefur áður skrifað tilraunaverkefni byggt á Birtu sem notað var í Norðlingaskóla. „Í lok verkefnisins fórum við í heimsókn. Það að Birta sé til í alvörunni finnst fólki svo heillandi. Hún er ekki röndóttur fíll heldur er hún til og getur farið og hitt krakkana og þau fengið að sjá hana,“ segir hún og undirstrikar að Birta sé yndislegur köttur þótt hún sé öðruvísi. „Birta er mjög mannblendin og það elska hana allir út af lífinu. Það er skemmtileg leið að nota hana til að leggja áherslu á umburðarlyndi, víðsýni og sjálfstæða hugsun,“ segir Belinda Theriault. gar@frettabladid.is Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
„Það er sérstakt að fylgjast með viðbrögðum fólks þegar það sér hana fyrst af því að hún er svona hárlaus,“ segir Belinda Theriault um Sphynx-læðuna sína Birtu. Belinda og tíkin Týra voru óaðskiljanlegar í fimmtán ár þar til Týra dó haustið 2006. „Þegar Týra dó var ég í ofboðslega miklum sárum. Ég vildi ekki fá mér annan hund en vissi að ég yrði að fá mér eitthvert dýr af því að mér leið svo illa,“ segir Belinda sem tók Sphynx-læðuna Birtu til reynslu í nokkra daga sumarið 2007. Birta var þá í fyrsta skipti aðskilin frá bróður sínum og móður og faldi sig út um allt hús. „Eftir tvo daga kom hún allt í einu inn í stofu og lagðist í kjöltu mína og horfði í augun á mér. Þá vissi ég að hún Birta færi héðan aldrei út aftur,“ lýsir Belinda andartakinu þegar hún féll fyrir læðunni sinni. Sphynx-kattategundin er upprunalega frá Kanada og varð til við stökkbreytingu. Sérstakt útlit Birtu veldur því að hún mætir miklum fordómum. „Fólk segir oft oj. Það spyr hvort hún sé ekki grimm og hvort ekki sé ógeðslegt að koma við hana. Bara við það að sjá hana myndar fólk sér svo ofboðslega neikvæða skoðun á henni,“ segir Belinda sem kveður börn hins vegar mun jákvæðari gagnvart Birtu en þá eldri. „Börnin vilja vita allt um Birtu. Þess vegna datt mér í hug hvort ég gæti notað hana sem sameiningartákn,“ segir Belinda sem skrifað hefur bókina Birta, brött og bleik. „Fólk segir að hún líkist geimveru og sumir halda að hún sé rotta. Hún situr stundum eins og páfagaukur á öxlinni á mér og við göngum um hverfið og höfum jafnvel fengið okkur kaffi á útikaffihúsi. Einu sinni var lítill strákur með mömmu sinni niðri á Hallærisplani þar sem hann æpti upp: Ertu með grís?“ hlær Belinda. Bókin fjallar um það þegar Birta fer út og hittir önnur dýr sem vilja hana ekki í hópinn. Belinda hefur áður skrifað tilraunaverkefni byggt á Birtu sem notað var í Norðlingaskóla. „Í lok verkefnisins fórum við í heimsókn. Það að Birta sé til í alvörunni finnst fólki svo heillandi. Hún er ekki röndóttur fíll heldur er hún til og getur farið og hitt krakkana og þau fengið að sjá hana,“ segir hún og undirstrikar að Birta sé yndislegur köttur þótt hún sé öðruvísi. „Birta er mjög mannblendin og það elska hana allir út af lífinu. Það er skemmtileg leið að nota hana til að leggja áherslu á umburðarlyndi, víðsýni og sjálfstæða hugsun,“ segir Belinda Theriault. gar@frettabladid.is
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira