Unglingarnir stálu senunni í Kiðjaberginu Hjalti Þór Hreinsson skrifar 23. júlí 2010 07:30 Ólafía er efst eftir fyrsta daginn. Mynd/Stefán Garðarsson Þrjár átján ára gamlar stelpur úr GR leiða listann á Íslandsmótinu í höggleik sem hófst í Kiðjabergi í Grímsnesinu í gær. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er efst en hún verður reyndar ekki 18 ára fyrr en í október. Hún spilaði á tveimur höggum yfir pari vallarins sem er 71 en þessi 73 högg Ólafíu hefðu getað verið færri ef ekki hefði verið fyrir einstaka óheppni hennar á annarri braut sem er par 4. „Ég hélt að ég hefði týnt boltanum og tók víti. Ég fann fyrri boltann seinna en þurfti að spila hinum með vítinu og því fór sem fór og ég endaði á að fá sex. En ég náði mér strax upp og náði fugli á þriðju holu," sagði Ólafía sem spilaði svo stöðugt golf út hringinn. „Ég er sátt með daginn. Ég skipulagði mig vel og var að koma mér í góðar stöður til að ná í fugla. Ég hitti ekki alltaf en svona er þetta," sagði Ólafía og viðurkenndi að hún ætti því eitthvað inni. Hún sagði völlinn vera harðan. „Í það minnsta ef tekið er mið af völlunum í Reykjavík en maður spilar bara eftir því. Ég fór tvo æfingahringi fyrir mótið og nú ætla ég bara að halda sama skipulagi. Ég þarf bara að halda mér rólegri," sagði Ólafía. Hildur Kristín Þorvarðardóttir er í öðru sætinu en hún er dóttir Ragnhildar Sigurðardóttir, margfalds Íslandsmeistara sem ekki er með á mótinu og heldur Hildur því uppi heiðri fjölskyldunnar í Kiðjaberginu. Hildur spilaði eins og Berglind Björnsdóttir á fimm högum yfir pari en þær eru báðar 18 ára og í GR líkt og Ólafía. Eygló Myrra Óskarsdóttir lenti í ævintýrum á hinnu margslungnu 15. braut sem refsar grimmilega fyrir hver mistök. Það sýndi sig þegar Eygló missti upphafshöggið sitt út til hægri. Boltinn hennar lá á milli tveggja steina og var ósláanlegur. Eygló tók víti og sló rétt fyrir aftan steinana. Höggið hennar fór aðeins einn metra áfram og aftur á milli sömu steina. Hún tók aftur víti og sló þá aðeins fjóra metra. Þá sló hún sjötta höggið inn á brautina og endaði á tíu höggum.Staðan í kvennaflokki: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) +2 2. Hildur Kristín Þorvarðardóttir (GR) +5 3. Berglind Björnsdóttir (GR) +5 4. Þórdís Geirsdóttir (GK) +6 5. Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) +6 6. Tinna Jóhannsdóttir (GK) +7 7. Nína Björk Geirsdóttir (GKJ)+8 8. Signý Arnórsdóttir (GK) +9 9. Helena Árnadóttir (GR) +10 10. Eygló Myrra Óskarsdóttir (GO) +10 Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Þrjár átján ára gamlar stelpur úr GR leiða listann á Íslandsmótinu í höggleik sem hófst í Kiðjabergi í Grímsnesinu í gær. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er efst en hún verður reyndar ekki 18 ára fyrr en í október. Hún spilaði á tveimur höggum yfir pari vallarins sem er 71 en þessi 73 högg Ólafíu hefðu getað verið færri ef ekki hefði verið fyrir einstaka óheppni hennar á annarri braut sem er par 4. „Ég hélt að ég hefði týnt boltanum og tók víti. Ég fann fyrri boltann seinna en þurfti að spila hinum með vítinu og því fór sem fór og ég endaði á að fá sex. En ég náði mér strax upp og náði fugli á þriðju holu," sagði Ólafía sem spilaði svo stöðugt golf út hringinn. „Ég er sátt með daginn. Ég skipulagði mig vel og var að koma mér í góðar stöður til að ná í fugla. Ég hitti ekki alltaf en svona er þetta," sagði Ólafía og viðurkenndi að hún ætti því eitthvað inni. Hún sagði völlinn vera harðan. „Í það minnsta ef tekið er mið af völlunum í Reykjavík en maður spilar bara eftir því. Ég fór tvo æfingahringi fyrir mótið og nú ætla ég bara að halda sama skipulagi. Ég þarf bara að halda mér rólegri," sagði Ólafía. Hildur Kristín Þorvarðardóttir er í öðru sætinu en hún er dóttir Ragnhildar Sigurðardóttir, margfalds Íslandsmeistara sem ekki er með á mótinu og heldur Hildur því uppi heiðri fjölskyldunnar í Kiðjaberginu. Hildur spilaði eins og Berglind Björnsdóttir á fimm högum yfir pari en þær eru báðar 18 ára og í GR líkt og Ólafía. Eygló Myrra Óskarsdóttir lenti í ævintýrum á hinnu margslungnu 15. braut sem refsar grimmilega fyrir hver mistök. Það sýndi sig þegar Eygló missti upphafshöggið sitt út til hægri. Boltinn hennar lá á milli tveggja steina og var ósláanlegur. Eygló tók víti og sló rétt fyrir aftan steinana. Höggið hennar fór aðeins einn metra áfram og aftur á milli sömu steina. Hún tók aftur víti og sló þá aðeins fjóra metra. Þá sló hún sjötta höggið inn á brautina og endaði á tíu höggum.Staðan í kvennaflokki: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) +2 2. Hildur Kristín Þorvarðardóttir (GR) +5 3. Berglind Björnsdóttir (GR) +5 4. Þórdís Geirsdóttir (GK) +6 5. Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) +6 6. Tinna Jóhannsdóttir (GK) +7 7. Nína Björk Geirsdóttir (GKJ)+8 8. Signý Arnórsdóttir (GK) +9 9. Helena Árnadóttir (GR) +10 10. Eygló Myrra Óskarsdóttir (GO) +10
Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira