Í meðfylgjandi myndskeiði sýna vöruhönnuðirnir Friðgerður Guðmundsdóttir og Kristín Birna Bjarnadóttir, sem skipa hönnunarfyrirtækið GERIST, Reykjavíkurhandklæðið þeirra.
Reykjavíkurhandklæðið, sem vann 1. verðlaun í samkeppni um minjagrip á vegum Reykjavíkurborgar og Hönnunarmiðstöðvar Íslands 2010, má nota á óteljandi máta en það er hannað út frá gömlu heitu pottunum í Laugardalslauginni.