Birgir Leifur: Rosalega stutt á milli fuglasöngs og skollanna Hjalti Þór Hreinsson skrifar 23. júlí 2010 08:15 Birgir Leifur á teig í gær. Mynd/Valur Jónatansson Birgir Leifur Hafþórsson setti glæsilegt vallarmet á Kiðjabergsvelli í gær. Hann lék hringinn á 68 höggum, þremur undir pari. Búið er að setja upp hvíta teiga í fyrsta skipti í sögu vallarins og því féll vallarmetið sem Hlynur Geir Hjartarson setti á mánudaginn fyrst fyrr um daginn þegar Sigurpáll Geir Sveinsson skilaði skorkorti upp á 69 högg í hús. Birgir fékk fugl á átjándu holunni. „Þetta var ekkert pressupútt fyrir vallarmetinu, ég hafði ekki hugmynd á hverju Sigurpáll eða neinn annar hefði verið að spila. Mér fannst ég eiga fuglinn inni þar sem ég missti stutt pútt fyrir fugli á sautjándu. Ég var því ákveðinn í að ná fugli," sagði Birgir sem var ekki alveg nógu sáttur við höggin með járnunum í gær. „Annars gekk nánast allt upp hjá mér. Ég byrjaði mjög vel og var á þremur undir eftir fjórar holur. Ég vippaði í á fjórðu holu en ég missti líka nokkur tækifæri. Heilt yfir spilaði ég nokkuð stöðugt," sagði Birgir. Heillandi landslagið í Kiðjaberginu getur líka verið hreint helvíti. „Það er rosalega stutt á milli fugla og skolla á þessum velli og það getur allt gerst. Maður verður að halda sér frá vandræðunum. Ég vippaði og púttaði mjög vel en skorið hefði ekki mátt vera verra miðað við spilamennskuna. Hann var á leiðinni upp í fjölskyldusumarbústað nálægt vellinum þegar Fréttablaðið talaði við hann en þar dvelur Birgir yfir mótið. „Það má nánast segja að Kiðjabergið sé hálfgerður heimavöllur," sagði Birgir og kímdi. „Ég hef stundum spilað hérna en ekki mikið í sumar." Planið hjá Birgi var að grilla með Sigurpáli í gærkvöldi. „Það er alltaf létt yfir þessu og það er gaman að hittast, það gerist ekkert of oft. Við erum hér allir í mesta bróðerni þrátt fyrir að það sé hörku keppni sem mun lifa fram á síðustu holu á sunnudag," segir Birgir. Golf Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Schumacher orðinn afi Formúla 1 Fleiri fréttir Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson setti glæsilegt vallarmet á Kiðjabergsvelli í gær. Hann lék hringinn á 68 höggum, þremur undir pari. Búið er að setja upp hvíta teiga í fyrsta skipti í sögu vallarins og því féll vallarmetið sem Hlynur Geir Hjartarson setti á mánudaginn fyrst fyrr um daginn þegar Sigurpáll Geir Sveinsson skilaði skorkorti upp á 69 högg í hús. Birgir fékk fugl á átjándu holunni. „Þetta var ekkert pressupútt fyrir vallarmetinu, ég hafði ekki hugmynd á hverju Sigurpáll eða neinn annar hefði verið að spila. Mér fannst ég eiga fuglinn inni þar sem ég missti stutt pútt fyrir fugli á sautjándu. Ég var því ákveðinn í að ná fugli," sagði Birgir sem var ekki alveg nógu sáttur við höggin með járnunum í gær. „Annars gekk nánast allt upp hjá mér. Ég byrjaði mjög vel og var á þremur undir eftir fjórar holur. Ég vippaði í á fjórðu holu en ég missti líka nokkur tækifæri. Heilt yfir spilaði ég nokkuð stöðugt," sagði Birgir. Heillandi landslagið í Kiðjaberginu getur líka verið hreint helvíti. „Það er rosalega stutt á milli fugla og skolla á þessum velli og það getur allt gerst. Maður verður að halda sér frá vandræðunum. Ég vippaði og púttaði mjög vel en skorið hefði ekki mátt vera verra miðað við spilamennskuna. Hann var á leiðinni upp í fjölskyldusumarbústað nálægt vellinum þegar Fréttablaðið talaði við hann en þar dvelur Birgir yfir mótið. „Það má nánast segja að Kiðjabergið sé hálfgerður heimavöllur," sagði Birgir og kímdi. „Ég hef stundum spilað hérna en ekki mikið í sumar." Planið hjá Birgi var að grilla með Sigurpáli í gærkvöldi. „Það er alltaf létt yfir þessu og það er gaman að hittast, það gerist ekkert of oft. Við erum hér allir í mesta bróðerni þrátt fyrir að það sé hörku keppni sem mun lifa fram á síðustu holu á sunnudag," segir Birgir.
Golf Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Schumacher orðinn afi Formúla 1 Fleiri fréttir Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira