Sport

Eitt Íslandsmet og níu aldursflokkamet komin á ÍM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Ragnheiður Ragnarsdóttir. Mynd/Nordic Photos/Getty
Eitt Íslandsmet og níu aldursflokkamet hafa verið sett á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug en öðrum degi af fjórum er nún lokið. Ragnheiður Ragnarsdóttir setti eina Íslandsmetið þegar hún synti 100 metra skriðsund á 54,65 sekúndum sem er sjötti besti tíminn í Evrópu á árinu.

Það hafa verið sett níu aldursflokkamet á mótinu þar af á Fjölnismaðurinn Kristinn Þórarinsson sjö þeirra. Kristinn setti sjö drengjamet og bætti met í öllum sínum greinum. kristinn setti fjögur af metunum í undanrásum og bætti þrjú þeirra í úrslitunum.

Bryndís Rún Hansen úr Óðni og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH settu báðar stúlknamet í 50 metra baksundi. Bryndís bætti metið í undanrásununum en Ingibjörg gerði enn betur í úrslitasundinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×