Íslenska landsliðið í golfi er komið upp í 21.-26. sæti á HM áhugamannalandsliða í golfi sem nú fer fram í Argentínu.
Ísland er á samtals sjö höggum yfir pari eftir að hafa spilað á aðeins tveimur höggum yfir pari í dag.
Hlynur Geir Hjartarson lék best Íslendinganna í dag eða á pari vallarins, 72 höggum.
Ólafur Björn Loftsson lék á tveimur höggum yfir pari og Guðmundur Kristjánsson fjórum. Tvö bestu skor dagsins gilda og því var Ísland á samtals tveimur höggum yfir í dag.
Danir hafa tekið forystu af Frökkum á mótinu og eru á samtals sex höggum undir pari.
Keppnin er nú hálfnuð en henni lýkur á sunnudaginn.
Íslenska liðið spilaði vel í dag
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“
Íslenski boltinn


Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“
Íslenski boltinn

