Innlent

Skuldir Orkuveitunnar tífaldast á tíu árum

Ingimar Karl Helgason skrifar
Orkuveita Reykjavíkur.
Orkuveita Reykjavíkur.

Haraldur Flosi Tryggvason, sem nýlega varð stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur hefur nefnt að hækka þurfi gjaldskrár Orkukveitunnar um tveggja stafa tölu, til að forða henni frá greiðsluþroti. Skuldirnar nema nú hátt í tvöhundruð og fimmtíu milljörðum króna.

En hvernig urðu allar þessar skuldir til?

Orkuveita Reykavíkur varð til við sameiningu Hitaveitu Reykjavíkur og fleiri veitna um aldamótin. (en þá hafði Nesjavallavirkjun með tilheyrandi fjárfestingum verið starfrækt í um áratug.) Síðan þá hefur verið fjárfest í ýmsum verkefnum, gagnaveitu, rækjueldi, fráveitum á Vesturlandi og fjölmörgum vatnsveituverkefnum á starfssvæði orkuveitunnar. Dýrust er samt Hellisheiðarvirkjun.

Upp úr aldamótum námu heildarskuldir Orkuveitunnar rúmum tuttugu og fjórum milljörðum króna. Þær hafa síðan aukist ár frá ári. Þær taka svo mikið stökk árin 2006 og sjö. Síðan tvöfaldast þær við gengishrun krónunnar 2008, en megið af langtímaskuldum Orkuveitunnar þennan tíma hefur ávallt verið í erlendri mynt.

Sex stjórnarformenn hafa skipt með sér ábyrgð á skuldsetningunni á þessum tíma; Alfreð sem var hluti af Reykjavíkurlistanum (fram til 2006) og Guðlaugur Gylfi úr framsóknarflokki, Guðlaugur Þór, Haukur Leóson og Kjartan Magnússon úr sjálfstæðisflokknum. Tveir menn, Guðmundur Þórodsson og Hjörleifur Kvaran, voru forstjórar Orkuveitunnar á þessum tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×