Innlent

Eðjan eins og flæðandi steypa

Karen Kjartansdóttir skrifar

Almannavarnir segja afar mikilvægt að fólk virði bannsvæði við Eyjafjallajökul. Hætta er á að eðjuflóð falli víða við jökulinn vegna mikillar úrkomu á svæðinu. Aurflóð sem helst líktist flæðandi steypu féll í farvegi Svaðbælisár í dag.

Í morgun kom eðjuflóð vatns og ösku niður Svaðbælisá og fór yfir varnargarða við Þorvaldseyri. Flóðið stóð fram eftir morgni en hafði sjatnað mjög upp úr hádegi.

Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaladseyr sagði flóðið helst líkast fljótandi steypu.

Árfarvegir eru fullir af eðju frá jöklinum. Vinna er hafin við að styrkja varnargarðana við Þorvaldseyri enn frekar.

Flugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðið rétt eftir að flóðið varð en vegna slæms skyggnis á svæðinu náðust aðeins ratsjármyndir í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×