Innlent

Ungir bændur ánægðir með Jón

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Bjarnason vekur hrifningu ungra bænda með frumvarpi sínu.
Jón Bjarnason vekur hrifningu ungra bænda með frumvarpi sínu.
Stjórn Samtaka ungra bænda fagnar frumvarpi sem Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram um breytingar á búvörulögum og telur stjórn Samtaka ungra bænda að fyrirhugaðar breytingar á búvörulögum verði til þess fallnar að styrkja grundvöll mjólkurframleiðslu í hinum dreifðu byggðum landsins.

Í ályktun sem samtökin hafa sent frá sér lýsa þau sérstakri ánægju sinni með fyrirhugaða heimild í frumvarpinu þar sem aðilum í heimaframleiðslu er veitt leyfi til þess að vinna mjólk utan greiðslumarks. Telja samtökin að það gefi aukin tækifæri fyrir mjólkurframleiðendur víðsvegar um landið til að vinna vörur úr mjólk og skapa með því verðmæta vöru heima í héraði, bændum og neytendum til heilla.

„Í ljósi umræðu undanfarinna daga um fyrirhugaðar breytingar á búvörulögum, þar sem velt hefur verið upp þeirri hugmynd að breyting búvörulaganna hamli nýliðun í mjólkuframleiðslu. Vill stjórn Samtaka ungra bænda benda á að búvörulögin sem slík eða hugsanlegar breytingar á þeim hamla ekki nýliðun, heldur núverandi fyrirkomulag kvótakerfis í mjólkurframleiðslu. Hefur Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra þó stigið fyrsta skrefið í að auðvelda ungu fólki aðkomu að greininni með því að koma á kvótamarkaði í mjólkurframleiðslu og fagna samtökin því," segir í ályktun samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×