Umfjöllun: KR-stúlkur meistarar eftir sigur í oddaleik Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 6. apríl 2010 20:58 KR-konur eru Íslandsmeistarar. Mynd/Vilhelm KR fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta kvenna er liðið lagði Hamar í spennandi oddaleik, 84-79, í DHL-höllinni. Leikurinn byrjaði með miklum látum og stemningin mikil í vesturbænum. Fyrirliði KR, Hildur Sigurðardóttir, lét vita af sér strax og skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð en gestirnir í Hamar voru vel klárar í úrslitaleikinn og mikið jafnræði var með liðunum. Heimastúlkur spiluðu fanta varnarleik og voru miklu grimmari undir körfunni. Það skilaði þeim forystu eftir fyrsta leikhluta og staðan þá 15-11. Annar leikhluti var enn fjörugri og Hamarsliðið vann stemninguna yfir á sitt band. Þeir fjölmörgu áhorfendur sem mættu til að hvetja Hamarsstúlkur létu vel í sér heyra og það virtist skila sér inn á völlinn. Kristrún Sigurjónsdóttir var frábær í liði gestanna og dró lið sitt áfram, með fimmtán stig í fyrrihálfleik. Hamar leiddi í hálfleik með fjórum stigum, 33-37, í miklum baráttuleik. Heimastúlkur mættu grimmar til leiks í þriðja leikhluta og voru komnar með forystuna eftir rúmar tvær mínútur þar sem Unnur Tara Jónsdóttir fór mikinn í liði KR. Gestirnir áttu lítið um svör svo KR-liðið brunaði fram úr þeim. Hamarsstúlkur vöknuðu aftur til lífsins og unnu sig aftur inn í leikinn. En krafturinn og spilagleðin allsráðandi hjá heimastúlkum sem að voru í þægilegri stöðu fyrir loka leikhlutann, staðan 64-58. Það var hart barist síðasta leikhlutann og augljóst að bæði lið þráðu bikarinn af öllu hjarta. Leikurinn var gríðarlega spennandi undir lokin og gestirnir færðust nær. KR-stúlkur voru sterkari og spiluðu góða vörn. Það munaði þremur stigum þegar að rúm mínúta var eftir og tvö stig er þrjátíu sekúndur eftir lifðu á klukkunni. En Hamarsstúlkur náðu þeim þó aldrei og KR-stúlkur Íslandsmeistarar í körfubolta árið 2010. Lokatölur í skemmtilegum og æsispennandi oddaleik sem fyrr segir, 84-79. Stigahæst í liði meistaranna var Unnur Tara Jónsdóttir með 27 stig. En í liði Hamars voru þær Kristrún Sigurjónsdóttir og Koren Schram báðar stigahæstar með 24 stig hvor.KR-Hamar 84-79 (15-11, 18-26, 31-21, 20-21) KR: Unnur Tara Jónsdóttir 27/7 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 16/6 fráköst/8 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13/11 fráköst, Signý Hermannsdóttir 11/4 fráköst/11 varin skot, Margrét Kara Sturludóttir 8/10 fráköst, Jenny Pfeiffer-Finora 8, Helga Einarsdóttir 1. Hamar: Koren Schram 24/6 stolnir, Kristrún Sigurjónsdóttir 24/4 varin skot, Julia Demirer 18/11 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 6, Guðbjörg Sverrisdóttir 5/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 2/9 fráköst. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Körfubolti Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Fótbolti Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Körfubolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Körfubolti Fleiri fréttir „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Sjá meira
KR fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta kvenna er liðið lagði Hamar í spennandi oddaleik, 84-79, í DHL-höllinni. Leikurinn byrjaði með miklum látum og stemningin mikil í vesturbænum. Fyrirliði KR, Hildur Sigurðardóttir, lét vita af sér strax og skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð en gestirnir í Hamar voru vel klárar í úrslitaleikinn og mikið jafnræði var með liðunum. Heimastúlkur spiluðu fanta varnarleik og voru miklu grimmari undir körfunni. Það skilaði þeim forystu eftir fyrsta leikhluta og staðan þá 15-11. Annar leikhluti var enn fjörugri og Hamarsliðið vann stemninguna yfir á sitt band. Þeir fjölmörgu áhorfendur sem mættu til að hvetja Hamarsstúlkur létu vel í sér heyra og það virtist skila sér inn á völlinn. Kristrún Sigurjónsdóttir var frábær í liði gestanna og dró lið sitt áfram, með fimmtán stig í fyrrihálfleik. Hamar leiddi í hálfleik með fjórum stigum, 33-37, í miklum baráttuleik. Heimastúlkur mættu grimmar til leiks í þriðja leikhluta og voru komnar með forystuna eftir rúmar tvær mínútur þar sem Unnur Tara Jónsdóttir fór mikinn í liði KR. Gestirnir áttu lítið um svör svo KR-liðið brunaði fram úr þeim. Hamarsstúlkur vöknuðu aftur til lífsins og unnu sig aftur inn í leikinn. En krafturinn og spilagleðin allsráðandi hjá heimastúlkum sem að voru í þægilegri stöðu fyrir loka leikhlutann, staðan 64-58. Það var hart barist síðasta leikhlutann og augljóst að bæði lið þráðu bikarinn af öllu hjarta. Leikurinn var gríðarlega spennandi undir lokin og gestirnir færðust nær. KR-stúlkur voru sterkari og spiluðu góða vörn. Það munaði þremur stigum þegar að rúm mínúta var eftir og tvö stig er þrjátíu sekúndur eftir lifðu á klukkunni. En Hamarsstúlkur náðu þeim þó aldrei og KR-stúlkur Íslandsmeistarar í körfubolta árið 2010. Lokatölur í skemmtilegum og æsispennandi oddaleik sem fyrr segir, 84-79. Stigahæst í liði meistaranna var Unnur Tara Jónsdóttir með 27 stig. En í liði Hamars voru þær Kristrún Sigurjónsdóttir og Koren Schram báðar stigahæstar með 24 stig hvor.KR-Hamar 84-79 (15-11, 18-26, 31-21, 20-21) KR: Unnur Tara Jónsdóttir 27/7 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 16/6 fráköst/8 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13/11 fráköst, Signý Hermannsdóttir 11/4 fráköst/11 varin skot, Margrét Kara Sturludóttir 8/10 fráköst, Jenny Pfeiffer-Finora 8, Helga Einarsdóttir 1. Hamar: Koren Schram 24/6 stolnir, Kristrún Sigurjónsdóttir 24/4 varin skot, Julia Demirer 18/11 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 6, Guðbjörg Sverrisdóttir 5/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 2/9 fráköst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Körfubolti Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Fótbolti Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Körfubolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Körfubolti Fleiri fréttir „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli