Mastersmótið hefst á fimmtudag en í dag var dregið í ráshópa. Allra augu beinast að Tiger Woods sem verður í ráshópi með Matt Kuchar og KJ Choi á fyrstu tveimur keppnisdögunum.
Choi er 39 ára Kóreumaður sem hefur sjö sinnum unnið PGA-mót. Kuchar er 31. árs, er fæddur í Flórída og hefur verið í flottu formi í ár. Hann hefur fjórum sinnum endað meðal tíu efstu á árinu.
Tiger er á toppi heimslistans en hann hefur ekki leikið síðan í nóvember.