Handbolti

Sigurbergur á leið til Flensburg?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sigurbergur í leik með Haukum gegn FH.
Sigurbergur í leik með Haukum gegn FH.

Fram kom í kvöldfréttum Rúv að þýska stórliðið Flensburg vildi semja við Haukamanninn Sigurberg Sveinsson og fá hann til félagsins sem fyrst.

Eftir því sem heimildir Rúv herma eru samningaviðræður Sigurbergs við Flensburg langt komnar.

Þorvarður Tjörvi Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, sagðist þó ekkert hafa heyrt frá þýska liðinu.

Tjörvi sagði að félagið var ekkert sérstaklega spennt fyrir því að selja leikmanninn á meðan hálft tímabilið væri eftir og Haukar enn í Evrópukeppni.

Fari svo að Sigurbergur semj við Flensburg verður hann annar Íslendingurinn í herbúðum liðsins. Þar er fyrir Alexander Petersson en hann er reyndar á förum í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×