Handbolti

Framarar unnu Aftureldingu í Safamýrinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haraldur Þorvarðarson skoraði 9 mörk í kvöld.
Haraldur Þorvarðarson skoraði 9 mörk í kvöld. Mynd/Stefán
Framarar unnu 34-27 sigur á Aftureldingu í Safamýrinni í kvöld. Framliðið var með frumkvæðið allan leikinn og var 17-13 yfir í hálfleik. Það vakti kannski mesta athygli að leikmenn liðanna voru reknir útaf í 34 mínútur í leiknum.

Framarar voru reknir átta sinnum útaf í tvær mínútur og Mosfellingar voru í 18 mínútur í skammakróknum þar af hlutu þeir Þorkell Guðbrandsson og Haukur Sigurvinsson báðir fjögurra mínútna brottresktur.



Fram-Afturelding 34-27 (17-13)


Mörk Fram: Haraldur Þorvarðarson 9, Jóhann Gunnar Einarsson 7, Andri Berg Haraldsson 6, Kristján Svan Kristjánsson 4, Einar Rafn Eiðsson 3, Róbert Aron Hostert 2, Halldór Jóhann Sigfússon 1, Matthías Daðason 1, Arnar Birkir Hálfdánsson 1.

Mörk Aftureldingar: Eyþór Vestmann 8, Bjarni Aron Þórðarson 8, Pétur Júníusson 3, Arnar Freyr Theodórsson 2, Jón Andri Helgason 2, Daníel Jónsson 1, Aron Gylfason 1, Jóhann Jóhannsson 1, Þorkell Guðbrandsson 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×