Handbolti

Bene­dikt Gunnar kallaður inn í lands­liðs­hópinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Benedikt Gunnar Óskarsson byrjar vel hjá nýju liði í Noregi.
Benedikt Gunnar Óskarsson byrjar vel hjá nýju liði í Noregi. kolstad

Benedikt Gunnar Óskarsson hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands sem mætir Grikklandi ytra í undankeppni Evrópumóts karla í handbolta á miðvikudag.

Þetta kemur fram á handbolti.is. Í frétt vefsins segir að Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari A-landsliðs karla, hafi þegar sagt að hann myndi alltaf bæta einum leikmanni við hópinn. Hann hefur nú ákveði að sá leikmaður sé Benedikt Gunnar.

Snorri Steinn hefur úr 17 leikmönnum að velja í Grikklandi en breytingar hafa orðið síðan hópurinn var valinn. Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson hefur þurft að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Í hans stað kemur reynsluboltinn Björgvin Páll Gústavsson.

Benedikt Gunnar á að baki þrjá A-landsleiki. Hann leikur með Kolstad í Noregi ásamt bróðir sínum Arnóri Snæ og Sigvalda Birni Guðjónssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×