Fótbolti

Rio Ferdinand meiddist á hné í lok æfingar enska landsliðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rio Ferdinand á leiðinni á æfinguna í dag.
Rio Ferdinand á leiðinni á æfinguna í dag. Mynd/AP
Rio Ferdinand, fyrirliði enska landsliðsins, meiddist á vinstra hné í lok æfingu enska landsliðsins í Rustenburg í Suður-Afríku í dag og þurfti að fara í myndatöku á næsta sjúkrahúsi.

Fabio Capello, landsliðsþjálfari enska liðsins, vildi lítið tala um meiðsli fyrirliðans á blaðamannafundi eftir æfinguna og sagðist bara bíða eftir niðurstöðunum úr myndatökunni.

Capello sagði að miðvörðurinn hefði meiðst eftir að hafa lent í venjulegri tæklingu og að hann hafði ekki náð að tala við Ferdinand áður en hann fór upp á sjúkrahús.

Rio Ferdinand missti mikið úr á þessu tímabili með Manchester United vegna bakmeiðsla en Fabio Capello gerði hann að fyrirliða þegar hann þurfti að taka fyrirliðabandið af John Terry vegna vandamála hans utan vallar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×