Fótbolti

Frakkar töpuðu fyrir Kína

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Abou Diaby í leik Frakka og Kosta Ríka.
Abou Diaby í leik Frakka og Kosta Ríka. GettyImages
Frakkar töpuðu í kvöld fyrir Kína í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM í Suður-Afríku. Kínverjar voru ekki með sína bestu leikmenn í leiknum. Frakkar töpuðu í kvöld, gerðu jafntefli við Túnis í síðustu viku og vann Kosta Ríka 2-1 fyrir nokkrum vikum. Ekki besti undirbúningurinn fyrir stórmótið. Það var Deng Zhuoxiang skoraði sigurmarkið á 68. mínútu með glæsilegri aukaspyrnu. Frakkar eru með Úrugvæ, Mexíkó og Suður-Afríku í riðli á HM.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×