Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi, sem sóttist eftir 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík er 7. sæti þegar rúmlega 23% atkvæða hafa verið talinn. Samfylkingin fékk fjóra borgarfulltrúa kjörna í kosningunum fyrir fjórum árum. Þrír borgarfulltrúar raða sér í efstu þrjú sætin. Hjálmar Sveinsson, útvarpsmaður, og séra Bjarni Karlsson koma næstir.
Þegar talin hafa verið 1.783 atkvæði, sem er um 23% af kjörskrá, hafa atkvæði fallið þannig í 8 efstu sætin.
Í fyrsta sæti
Dagur B. Eggertsson með 1.445 atkvæði í fyrsta sæti.
Í öðru sæti
Oddný Sturludóttir með 622 atkvæði í fyrsta til annað sæti.
Í þriðja sæti
Björk Vilhelmsdóttir með 709 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti.
Í fjórða sæti
Hjálmar Sveinsson með 668 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti.
Í fimmta sæti
Bjarni Karlsson með 817 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti.
Í sjötta sæti
Dofri Hermannsson með 923 atkvæði í fyrsta til sjötta sæti.
Í sjöunda sæti
Sigrún Elsa Smáradóttir með 1014 atkvæði í fyrsta til sjöunda sæti.
Í áttunda sæti
Margrét K. Sverrisdóttir með 1006 atkvæði í fyrsta til áttunda sæti.
