Fótbolti

Torres spilar á þriðjudaginn

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Fernando Torres gæti spilað með Spánverjum í síðasta æfingaleik þjóðarinnar fyrir HM gegn Pólverjum á þriðjudaginn. Torres, lykilmaður í liði Spánverja, fór í hnéaðgerð í apríl og hefur ekki spilað síðan. Hann hefur æft gríðarlega stíft undanfarið til að koma sér aftur í stand fyrir HM. "Við erum bjartsýnir varðandi Torres. Ég vona að hann geti spilað aðeins gegn Pólverjum til þess að hann sé í sem bestu standi fyrir riðlakeppnina," sagði þjálfarinn Vicente Del Bosque. Torres er eini leikmaðurinn sem á eftir að spila í æfingaleikjum Spánverja en fyrsti leikur þeirra á mótinu er ekki fyrr en 16. júní, gegn Sviss.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×