Viðskipti erlent

Gríðarlegur hagnaður af norsku laxeldi

Norskar laxeldisstöðvar mala nú gull sem aldrei fyrr í sögunni þökk sé því að laxeldi Chilebúa hefur ekki náð sér á strik að nýju eftir mikil vandamál með sjúkdóma.

Samkvæmt frétt í Jyllands Posten nam sala á norskum eldislaxi yfir 220 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins. Af þeirri upphæð er þriðjungur hreinn hagnaður í vasa laxeldisstöðvanna norsku.

Reiknað er með að framleiðsla á norskum eldislaxi fari yfir eina milljón tonna í ár.

Chile var stærsti útflytjandi á laxi í heiminum þar til fyrir tveimur árum að sjúkdómar lögðu eldið þar í rúst. Ekki er búist við að Chile nái sér á strik aftur í laxeldismálum fyrr en eftir þrjú til fjögur ár.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×