Viðskipti erlent

Bretar telja sig geta lagt hald á eignir Landsbankans

Breska fjármálaráðuneytið telur að það geti lagt hald á eftirstandandi eignir Landsbankans í Bretlandi. Þetta kemur fram á vefsíðu breska blaðsins The Times en Icesave málið er aðalmál síðunnar í upphafi dagsins.

Fram kemur í frétt blaðsins að fjármálaráðuneytið sé staðráðið í að tryggja að breskir sparifjáreigendur Icesave-reikninga fái fé sitt endurgreitt.

Þá segir að viðræður hefjist nú milli Breta og Hollendinga um málið og að af breta hálfu muni Alistair Darling fjármálaráðherra og Lord Myners bankamálaráðherra leiða þær viðræður.

Haft er eftir Lord Myners í fréttinni að Íslendingar hefðu verið varaðir við því að Bretar myndu frysta þá út úr Evrópusambandsaðildinni ef þeir borguðu ekki Icesave skuldir sínar.

Fleiri breskir fjölmiðlar fjalla um málið í morgun og í þeim öllum má greina reiði og vonbrigði ráðamanna í Bretlandi og Hollandi með ákvörðun forsetans í Icesave málinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×