Fótbolti

Drogba fór meiddur af velli eftir fimmtán mínútna leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Félagar Didier Drogba gefa hér merki um að hann þurfi að fara útaf.
Félagar Didier Drogba gefa hér merki um að hann þurfi að fara útaf. Mynd/AFP
Didier Drogba, fyrirliði Fílbeinsstrandarinnar, þurfti að fara af velli eftir aðeins fimmtán mínútur í undirbúningsleik á móti Japan í dag.

Didier Drogba lá í grasinu í tvær mínútur eftir að hafa lent í slæmri tæklingu frá japanska varnarmanninum Marcus Tulio Tanaka. Tulio Tanaka fékk gult spjald fyrir brotið.

Didier Drogba haltraði af velli og hélt um handlegginn.

Aðeins tveimur mínútum áður en Tulio Tanaka braut á Didier Drogba, hafði hann skoraði sjálfsmark, eftir að hafa stýrt aukaspyrnu Drogba í eigið mark.

Marcus Tulio Tanaka skoraði fyrir bæði Japan og England (sjálfsmark) í vináttulandsleik þjóðanna um síðustu helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×