Forstjóri Magma hótaði tímariti vegna ummæla Bjarkar 19. nóvember 2010 15:09 Ross Beaty er forstjóri Magma Energy sem á meirihluta í HS Orku Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, hótaði kanadísku tímariti fyrir að birta ummæli Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu þar sem hún sagðist telja að fyrirtæki í eigu Beaty hefðu orð á sér fyrir að brjóta lög um mannréttindi og samninga verkalýðsfélaga í Suður-Afriku. Eftir að viðtalið birtist á vef Macleans hafði Ross Beaty samband við blaðið og krafðist leiðréttingar á þessari staðhæfingu Bjarkar, ella myndi hann draga blaðið fyrir dómstóla vegna meiðyrða. Blaðamaður Macleans, Tom Henheffer, sem tók viðtalið við Björk, valdi þann kost að birta leiðréttingu á vefsíðu blaðsins þann 12. nóvember þar sem segir: „Þann 9. nóvember var birt viðtal við Björk á vefsíðunni þar sem hún heldur því fram að Ross Beaty og Magma Energy Corp. hafi brotið lög í Suður-Ameríku. Þetta er ekki rétt og við biðjum Ross Beaty og fyrirtæki hans afsökunar." Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuaudlindir.is sem starfað hafa náið með Björk Guðmundsdóttir og hvöttu stjórnvöld til að koma í veg fyrir söluna á HS Orku. Í viðtalinu var haft eftir Björk: „Slæmt orðspor fer af fyrirtækjum í eigu Ross Beaty þar sem þau brjóta á mannréttindum og samningum verkalýðsfélaga í Suður-Ameríku." Í tilkynningu frá Orkuaudlindir.is segir um þessi ummæli: „Björk nefnir ekki Magma Energy Corporation í þessu samhengi, enda er það fyrirtæki Ross Beaty, Pan America Silver, sem hún vísar til." Viðtalið við Björk sem og leiðrétting Mcleans hafa verið fjarlægð af vef blaðsins.Tengill:Tímaritið Mclean Björk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, hótaði kanadísku tímariti fyrir að birta ummæli Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu þar sem hún sagðist telja að fyrirtæki í eigu Beaty hefðu orð á sér fyrir að brjóta lög um mannréttindi og samninga verkalýðsfélaga í Suður-Afriku. Eftir að viðtalið birtist á vef Macleans hafði Ross Beaty samband við blaðið og krafðist leiðréttingar á þessari staðhæfingu Bjarkar, ella myndi hann draga blaðið fyrir dómstóla vegna meiðyrða. Blaðamaður Macleans, Tom Henheffer, sem tók viðtalið við Björk, valdi þann kost að birta leiðréttingu á vefsíðu blaðsins þann 12. nóvember þar sem segir: „Þann 9. nóvember var birt viðtal við Björk á vefsíðunni þar sem hún heldur því fram að Ross Beaty og Magma Energy Corp. hafi brotið lög í Suður-Ameríku. Þetta er ekki rétt og við biðjum Ross Beaty og fyrirtæki hans afsökunar." Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuaudlindir.is sem starfað hafa náið með Björk Guðmundsdóttir og hvöttu stjórnvöld til að koma í veg fyrir söluna á HS Orku. Í viðtalinu var haft eftir Björk: „Slæmt orðspor fer af fyrirtækjum í eigu Ross Beaty þar sem þau brjóta á mannréttindum og samningum verkalýðsfélaga í Suður-Ameríku." Í tilkynningu frá Orkuaudlindir.is segir um þessi ummæli: „Björk nefnir ekki Magma Energy Corporation í þessu samhengi, enda er það fyrirtæki Ross Beaty, Pan America Silver, sem hún vísar til." Viðtalið við Björk sem og leiðrétting Mcleans hafa verið fjarlægð af vef blaðsins.Tengill:Tímaritið Mclean
Björk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira