Fyrrverandi landsliðsmarkvörður dæmdur í fangelsi 8. mars 2010 16:26 Ólafur Gottskálksson. Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmarkvörður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir húsbrot og rán en hann ruddist ásamt öðrum manni Ólafi Darra Sturlusyni inn á heimili manns í Reykjanesbæ og beitti hann ofbeldi auk þess sem þeir rændu fartölvu af manninum. Atvikið átti sér stað þann 8. febrúar í fyrra. Ólafur krafðist sýknu í málinu enda sagðist hann aldrei hafa komið heim til mannsins. Hann sagðist hafa flutt til Noregs daginn eftir að atburðurinn átti sér stað og hefði hann staðið í ströngu við að undirbúa búferlaflutningana daginn sem hann átti að hafa brotist inn til mannsins. Dómarinn féllst ekki á vörn Ólafs og dæmdi hann því í tíu mánaða fangelsi. Ólafur Darri fékk tólf mánaða langan dóm enda taldist hann hafa rofið skilorð. Við munnlegan málflutning við aðalmeðferð málsins gerði verjandi ákærða Ólafs Gottskálkssonar verulegar athugasemdir við það, að nákvæm lýsing á efni ákærunnar skyldi birtast í Fréttablaðinu áður en ákæran var birt fyrir skjólstæðingi hans. Óskaði verjandinn eftir því að dómurinn tæki afstöðu til þessa enda væri um að ræða lögbrot. Það var hins vegar mat dómsins að athugasemdir þessar hafi ekki haft efnislega þýðingu við úrlausn málsins auk þess sem engin sönnun væri fyrir því að um ólögmætan leka upplýsinga væri að ræða. Því var ekki tekin afstaða til þessara athugasemda. Þá var mönnunum gert að greiða fórnarlambinu 375 þúsund krónur í miskabætur auk þess sem þeir þurfa að greiða málskostnað hans. Langur knattspyrnuferill Ólafur Gottskálksson lék knattspyrnu í sautján ár, bæði á Íslandi og á Bretlandseyjum. Hann hóf ferilinn hjá ÍA árið 1988, fór þaðan til KR og lék síðan bæði með Keflvíkingum og Grindvíkingum. Hann á að baki 188 leiki í efstu deild á Íslandi. Þá lék hann með Hibernian í Skotlandi, og Brentford, Margate og Torquay á Englandi. Ólafur var valinn í íslenska landsliðið níu sinnum á árunum 1991 til 1997, og var fimm sinnum í byrjunarliðinu. Ólafur hætti að spila knattspyrnu eftir hann skrópaði í lyfjaprófi hjá Torquay í janúar 2005 og lét sig hverfa af æfingasvæðinu. Enska knattspyrnusambandið úrskurðaði hann í kjölfarið í ævilangt bann. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmarkvörður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir húsbrot og rán en hann ruddist ásamt öðrum manni Ólafi Darra Sturlusyni inn á heimili manns í Reykjanesbæ og beitti hann ofbeldi auk þess sem þeir rændu fartölvu af manninum. Atvikið átti sér stað þann 8. febrúar í fyrra. Ólafur krafðist sýknu í málinu enda sagðist hann aldrei hafa komið heim til mannsins. Hann sagðist hafa flutt til Noregs daginn eftir að atburðurinn átti sér stað og hefði hann staðið í ströngu við að undirbúa búferlaflutningana daginn sem hann átti að hafa brotist inn til mannsins. Dómarinn féllst ekki á vörn Ólafs og dæmdi hann því í tíu mánaða fangelsi. Ólafur Darri fékk tólf mánaða langan dóm enda taldist hann hafa rofið skilorð. Við munnlegan málflutning við aðalmeðferð málsins gerði verjandi ákærða Ólafs Gottskálkssonar verulegar athugasemdir við það, að nákvæm lýsing á efni ákærunnar skyldi birtast í Fréttablaðinu áður en ákæran var birt fyrir skjólstæðingi hans. Óskaði verjandinn eftir því að dómurinn tæki afstöðu til þessa enda væri um að ræða lögbrot. Það var hins vegar mat dómsins að athugasemdir þessar hafi ekki haft efnislega þýðingu við úrlausn málsins auk þess sem engin sönnun væri fyrir því að um ólögmætan leka upplýsinga væri að ræða. Því var ekki tekin afstaða til þessara athugasemda. Þá var mönnunum gert að greiða fórnarlambinu 375 þúsund krónur í miskabætur auk þess sem þeir þurfa að greiða málskostnað hans. Langur knattspyrnuferill Ólafur Gottskálksson lék knattspyrnu í sautján ár, bæði á Íslandi og á Bretlandseyjum. Hann hóf ferilinn hjá ÍA árið 1988, fór þaðan til KR og lék síðan bæði með Keflvíkingum og Grindvíkingum. Hann á að baki 188 leiki í efstu deild á Íslandi. Þá lék hann með Hibernian í Skotlandi, og Brentford, Margate og Torquay á Englandi. Ólafur var valinn í íslenska landsliðið níu sinnum á árunum 1991 til 1997, og var fimm sinnum í byrjunarliðinu. Ólafur hætti að spila knattspyrnu eftir hann skrópaði í lyfjaprófi hjá Torquay í janúar 2005 og lét sig hverfa af æfingasvæðinu. Enska knattspyrnusambandið úrskurðaði hann í kjölfarið í ævilangt bann.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira