Pókermót tekin upp fyrir sjónvarp á Íslandi 8. mars 2010 05:30 „Það er frábært fyrir hinn almenna pókeráhugamann að geta fylgst með mótum á Íslandi. Séð hendurnar sem verið er að spila og hvernig menn spila þær,“ segir Valur Heiðar Sævarsson, sem er í forsvari fyrir pókerklúbbinn 53. Vefspilavítið Betsson hefur flutt inn pókerborð með tíu innbyggðum myndbandsupptökuvélum. Fyrsta mótið sem verður tekið upp fyrir sjónvarp fer fram í maí, en Betsson heldur það í samstarfi við pókerklúbbinn 53. Útvöldum verður boðið að taka þátt í mótinu ásamt því að sigurvegari áskorendamótaðar Audda, Sveppa og Gillz fær tækifæri til að taka þátt. Valur segir að viðræður séu í gangi við sjónvarpsstöðvar hér á landi um sýningarrétti á mótinu. „Það er mikill áhugi. Það er bara spurning hvar lendingin verður,“ segir Valur. Hann bætir við að ýmsar vangaveltur séu um hvers konar pókersjónvarpsefni verði framleitt á Íslandi í náinni framtíð. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins kostaði borðið á aðra milljón króna og vegur hátt í 250 kíló. Það er handsmíðað í Bandaríkjunum og hefur aðeins einu sinni verið notað. Það var að sjálfsögðu í Las Vegas, en þar var leikið til úrslita á borðinu á stórmóti. Póker er vinsælt sjónvarpsefni erlendis og flest stærri mót eru tekin upp fyrir sjónvarp. Bestu pókerspilarar heims njóta mikilla vinsælda og Valur segir að viðræður hafi átt sér stað við mörg stór nöfn um að koma til Íslands og spila. Spurður hvort reglulegar sjónvarpsútsendingar frá íslenskum pókermótum komi til með að breyta almenningsáliti á spilinu segir Valur að svo gæti farið. „Þetta verður kannski til þess að spilið verði útbreiddara, þrátt fyrir að almenningur sé reyndar byrjaður að taka þátt í póker. Þetta opnar kannski augu fólks fyrir því að þetta spil byggist ekki upp á heppni og sé ekki beintengt við fjárhættuspil,“ segir hann. „Það er ekki ástæðulaust að alþjóðleg pókersambönd eru að taka upp samstarf við hugaríþróttasambönd um allan heim og aðskilja sig frá fjárhættuspilum. Bestu pókerspilarar í heimi eru ekki heppnustu menn heims.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fleiri fréttir Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Sjá meira
„Það er frábært fyrir hinn almenna pókeráhugamann að geta fylgst með mótum á Íslandi. Séð hendurnar sem verið er að spila og hvernig menn spila þær,“ segir Valur Heiðar Sævarsson, sem er í forsvari fyrir pókerklúbbinn 53. Vefspilavítið Betsson hefur flutt inn pókerborð með tíu innbyggðum myndbandsupptökuvélum. Fyrsta mótið sem verður tekið upp fyrir sjónvarp fer fram í maí, en Betsson heldur það í samstarfi við pókerklúbbinn 53. Útvöldum verður boðið að taka þátt í mótinu ásamt því að sigurvegari áskorendamótaðar Audda, Sveppa og Gillz fær tækifæri til að taka þátt. Valur segir að viðræður séu í gangi við sjónvarpsstöðvar hér á landi um sýningarrétti á mótinu. „Það er mikill áhugi. Það er bara spurning hvar lendingin verður,“ segir Valur. Hann bætir við að ýmsar vangaveltur séu um hvers konar pókersjónvarpsefni verði framleitt á Íslandi í náinni framtíð. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins kostaði borðið á aðra milljón króna og vegur hátt í 250 kíló. Það er handsmíðað í Bandaríkjunum og hefur aðeins einu sinni verið notað. Það var að sjálfsögðu í Las Vegas, en þar var leikið til úrslita á borðinu á stórmóti. Póker er vinsælt sjónvarpsefni erlendis og flest stærri mót eru tekin upp fyrir sjónvarp. Bestu pókerspilarar heims njóta mikilla vinsælda og Valur segir að viðræður hafi átt sér stað við mörg stór nöfn um að koma til Íslands og spila. Spurður hvort reglulegar sjónvarpsútsendingar frá íslenskum pókermótum komi til með að breyta almenningsáliti á spilinu segir Valur að svo gæti farið. „Þetta verður kannski til þess að spilið verði útbreiddara, þrátt fyrir að almenningur sé reyndar byrjaður að taka þátt í póker. Þetta opnar kannski augu fólks fyrir því að þetta spil byggist ekki upp á heppni og sé ekki beintengt við fjárhættuspil,“ segir hann. „Það er ekki ástæðulaust að alþjóðleg pókersambönd eru að taka upp samstarf við hugaríþróttasambönd um allan heim og aðskilja sig frá fjárhættuspilum. Bestu pókerspilarar í heimi eru ekki heppnustu menn heims.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fleiri fréttir Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Sjá meira