Innlent

Sigurður Einarsson óttast ekki að verða ákærður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ekki liggur fyrir hvað Sigurður fékk sér að borða í hádeginu.
Ekki liggur fyrir hvað Sigurður fékk sér að borða í hádeginu.
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, óttast ekki að fá á sig ákæru vegna starfa sinna fyrir Kaupþing. Hann mætti til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara núna klukkan eitt eftir að hafa tekið sér hádegishlé. Hann mætti til yfirheyrslu klukkan níu í morgun en hafði verið í yfirheyrslum í sjö klukkustundir í gær.

Í 62. grein laga um meðferð sakamála kemur fram að skýrslutaka af manni megi ekki standa yfir lengur en í samtals tólf klukkustundir á hverjum 24 klukkustundum. Standi skýrslutaka yfir í fjórar klukkustundir, þó með stuttum hléum sé, er skylt að gera hlé á henni í minnst eina klukkustund áður en henni er fram haldið, óski skýrslugjafi þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×