Hamilton. Einn ánægjulegasti sigurinn í Singapúr 22. september 2010 14:55 Lewis Hamilton fagnar sigrinum í Singapúr 2009. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton vann kappaksturinn á götum Singapúr í fyrra á McLaren og telur hann einn af ánægjulegustu sigrunum sem hann vann á ferlinum. Hann ekur McLaren á ný um næstu helgi á brautinni í Singapúr, sem er mjög vinsæl meðal ökmumanna og mótið sjálft sjónarspil í flóðljósum. "Að ná fyrsta sæti í Singapúr í fyrra er einn ánægjulegasti sigurinn á ferli mínum sem Formúlu 1 ökumanns. Liðið pressaði á útkomuna frá upphafi mótshelgarinnar og við náðum að vinna okkur gegnum ýmis vandamál og gáfumst ekki upp fyrr en sigurinn var í höfn. Það var einstök tilfinning að keyra fyrstur yfir endamarkslínuna ", sagði Hamilton í frétt á f1.com. Hamilton féll úr leik í síðustu keppni eftir að hafa keyrt utan í Ferrari Felipe Massa og skemmt hjólabúnað McLaren bílsins. Hann varð að hætta keppni fyrir vikið. "Ég er búinn að gleyma Monza. Ég lærði á þessu, þó ég hafi verið verulega svekktur. En þetta skerpir huga og hönd og ég verð einbeittur það sem eftir er tímabilsins. Þetta er mikilvægur tími." "Það er erfitt að meta hve samkeppnisfærir við verðum í Síngapúr, sem svipar til Mónakó og Búdapest, þar sem við vorum í vanda. En verkfræðingar okkar eru jákvæðir á að við höfum tekið framförum og ég hlakka til að aka bílnum á brautinni. Við mætum jákvæðir eftir þróunarvinnu og prófanir. Mótið mun færa sönnur á raunstöðu okkar í meistaramótinu, þegar fimm mótum er ólokið. Ég mun reyna eins mörgum stigum og mögulegt er í þessu móti", sagði Hamilton. Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton vann kappaksturinn á götum Singapúr í fyrra á McLaren og telur hann einn af ánægjulegustu sigrunum sem hann vann á ferlinum. Hann ekur McLaren á ný um næstu helgi á brautinni í Singapúr, sem er mjög vinsæl meðal ökmumanna og mótið sjálft sjónarspil í flóðljósum. "Að ná fyrsta sæti í Singapúr í fyrra er einn ánægjulegasti sigurinn á ferli mínum sem Formúlu 1 ökumanns. Liðið pressaði á útkomuna frá upphafi mótshelgarinnar og við náðum að vinna okkur gegnum ýmis vandamál og gáfumst ekki upp fyrr en sigurinn var í höfn. Það var einstök tilfinning að keyra fyrstur yfir endamarkslínuna ", sagði Hamilton í frétt á f1.com. Hamilton féll úr leik í síðustu keppni eftir að hafa keyrt utan í Ferrari Felipe Massa og skemmt hjólabúnað McLaren bílsins. Hann varð að hætta keppni fyrir vikið. "Ég er búinn að gleyma Monza. Ég lærði á þessu, þó ég hafi verið verulega svekktur. En þetta skerpir huga og hönd og ég verð einbeittur það sem eftir er tímabilsins. Þetta er mikilvægur tími." "Það er erfitt að meta hve samkeppnisfærir við verðum í Síngapúr, sem svipar til Mónakó og Búdapest, þar sem við vorum í vanda. En verkfræðingar okkar eru jákvæðir á að við höfum tekið framförum og ég hlakka til að aka bílnum á brautinni. Við mætum jákvæðir eftir þróunarvinnu og prófanir. Mótið mun færa sönnur á raunstöðu okkar í meistaramótinu, þegar fimm mótum er ólokið. Ég mun reyna eins mörgum stigum og mögulegt er í þessu móti", sagði Hamilton.
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira