Innlent

Meintar amfetamínkonur neita sök

Valur Grettisson skrifar
Amfetamínbasinn og eldsneytistankurinn.
Amfetamínbasinn og eldsneytistankurinn.

Tvær konur, sem eru ákærðar fyrir að hafa smyglað inn til landsins 20,9 kílóum af amfetamínsúlafati, neituðu báðar sök í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.

Konurnar voru handteknar í júní síðastliðnum.

Önnur konan, Elena Neuman, sem er fertug að aldri, er ákærð fyrir að hafa tekið við vökvanum í Litháen og flutti þaðan í eldsneytistanki VW Passat bifreiðar til Þýskalands.

Þaðan á hún að hafa flutt vökvann, ásamt Swetlönu, rúmlega þrítugri, með sama hætti til Danmerkur. Svo lá leiðin með farþegaferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar þar sem vökvinn fannst við leit.

Talið er að með basanum hefði verið hægt að framleiða 153 kíló af amfetamíni. Því er um stórfellt fíkniefnabrot að ræða.

Með konunum var barn í för en barnaverndaryfirvöld sendi það til ættingja í Þýskalandi.

Milliþinghald verður í október en búist er við því að kalla þurfi til vitni frá Þýskalandi vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×