Enski boltinn

Liverpool ætlar að stofna knattspyrnuskóla í Indónesíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ian Rush og Kenny Dalglish.
Ian Rush og Kenny Dalglish. Mynd/Nordic Photos/Getty

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool ætlar að koma sér inn á Asíu-markaðinn með því að stofna knattspyrnuskóla í Indónesíu á næsta ári. Ian Rush mun fara til Indónesíu í þessari viku til þess að ganga frá öllum málum.

Fótbolti er mjög vinsæll í landinu þrátt fyrir slakan árangur landsliðsins en Indónesía er 25 sætum neðar en Ísland á heimslistanum.

Knattspyrnuskólinn verður væntanlega settur upp í höfuðborginni Jakarta en allir þjálfarnir munu koma frá Englandi. Fyrsta árið verður tilraunár en ef að það gengur vel þá mun skólinn líklega verða þarna til frambúðar.

Þetta er í fyrsta sinn sem svona formlegur Knattspyrnuskóli er settur á laggirnar í þessum heimshluta.

Indónesía er aðeins í 135. sæti á FIFA-listanum en mikill áhugi er á fótbolta í landinu sem sést sem dæmi þegar Hm í fótbolta fer þar fram en gríðarlegt áhorf er á leikina í landinu.

Ensku liðin Liverpool, Manchester United og Arsenal eiga öll stóra stuðningsmannaklúbba í þessu fjórða fjölmennasta landi heims en það búa um 240 milljónir í Indónesíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×