Innlent

Amfetamínkonur ákærðar

Úr vökvanum hefði verið hægt að búa til um 153 kíló af amfetamíni.
Úr vökvanum hefði verið hægt að búa til um 153 kíló af amfetamíni.
Ríkissaksóknari hefur ákært fyrir Héraðsdómi Reykjaness tvær konur, Elenu Neuman og Swetlönu Wolkow, fyrir stórfellt fíkniefnasmygl.

Konurnar eru sakaðar um að hafa fimmtudaginn 17. júní 2010, staðið saman að innflutningi til Íslands á tæplega tuttugu lítrum af vökva sem innihélt amfetamínbasa. Vökvinn hafi verið ætlaður til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Úr honum hefði verið unnt að framleiða allt að 20,9 kíló af hreinu amfetamínsúlfati sem samsvarar 153 kílóum af efni miðað við tíu prósent styrkleika.

Ákærða, Elena sem er fertug að aldri, tók við vökvanum í Litháen og flutti þaðan falinn í eldsneytistanki VW Passat bifreiðar, með skráningarnúmer IZ-NE947, til Þýskalands.

Þaðan flutti hún vökvann, ásamt Swetlönu, rúmlega þrítugri, með sama hætti til Danmerkur. Þaðan lá leiðin með farþegaferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar þar sem vökvinn fannst við leit.

Þess er krafist að fíkniefnin og smyglbíllinn verði gerð upptæk.

- jss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×