Atli: Ráðherrunum átti ekki að bregða 22. september 2010 10:00 Atli Gíslason, formaður þingmannanefndar um niðurstöður Rannsóknarskýrslu Alþingis, segir að þeim fjórum ráðherrum sem lagt er til að verði ákærðir fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð hefði ekki átt að koma á óvart að nefndin væri að skoða þann möguleika. Hann segir að þeir hafi fengið bréf frá nefndinni þar sem kom fram að verið væri að skoða ráðherraábyrgð og vísað sérstaklega í kafla skýrslunnar sem fjalla um þau atriði. „Þessum einstaklingum var eða mátti vera það ljóst á hvaða vegferð við vorum," segir hann og bendir á að það hafi verið yfirlýst skylda nefndarinnar að skila skýrslu og taka afstöðu til ábyrgðar í aðdraganda hrunsins. Atli var gestur Heimis Karlssonar og Kolbrúnar Björnsdóttur Í bítinu á Bylgunni í morgun. Hann svaraði þar gagnrýni ýmissa þingmanna sem halda því fram að mannréttindi ráðherranna fjögurra séu brotin því þeir njóti ekki réttlátrar málsmeðferðar þegar þingsályktunartillögur um ákærur gegn þeim eru lagðar fram án þess að lögregla hafi rannsakað meint brot þeirra. „Menn gleyma því að verði þessi þingályktun samþykkt verður skipaður sérstakur saksóknari og fimm manna þingnefnd honum til aðstoðar. Þá fara fram dómprófanir og þá fer fram öflun sönnunargagna og sönnunarfærsla fer alltaf fram fyrir dómi þannig að ég hygg að réttinda þessara einstaklinga, verði af því að þessi þingsályktunarilllaga verði samþykkt, sé gætt í hvívetna," segir Atli.Hér má hlusta á viðtalið við Atla í heild sinni. Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Atli Gíslason, formaður þingmannanefndar um niðurstöður Rannsóknarskýrslu Alþingis, segir að þeim fjórum ráðherrum sem lagt er til að verði ákærðir fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð hefði ekki átt að koma á óvart að nefndin væri að skoða þann möguleika. Hann segir að þeir hafi fengið bréf frá nefndinni þar sem kom fram að verið væri að skoða ráðherraábyrgð og vísað sérstaklega í kafla skýrslunnar sem fjalla um þau atriði. „Þessum einstaklingum var eða mátti vera það ljóst á hvaða vegferð við vorum," segir hann og bendir á að það hafi verið yfirlýst skylda nefndarinnar að skila skýrslu og taka afstöðu til ábyrgðar í aðdraganda hrunsins. Atli var gestur Heimis Karlssonar og Kolbrúnar Björnsdóttur Í bítinu á Bylgunni í morgun. Hann svaraði þar gagnrýni ýmissa þingmanna sem halda því fram að mannréttindi ráðherranna fjögurra séu brotin því þeir njóti ekki réttlátrar málsmeðferðar þegar þingsályktunartillögur um ákærur gegn þeim eru lagðar fram án þess að lögregla hafi rannsakað meint brot þeirra. „Menn gleyma því að verði þessi þingályktun samþykkt verður skipaður sérstakur saksóknari og fimm manna þingnefnd honum til aðstoðar. Þá fara fram dómprófanir og þá fer fram öflun sönnunargagna og sönnunarfærsla fer alltaf fram fyrir dómi þannig að ég hygg að réttinda þessara einstaklinga, verði af því að þessi þingsályktunarilllaga verði samþykkt, sé gætt í hvívetna," segir Atli.Hér má hlusta á viðtalið við Atla í heild sinni.
Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira