Þórunn bjó til nýtt samgöngukerfi 31. maí 2010 10:00 Þórunn Árnadóttir hefur vakið mikla athygli með hönnun sinni undanfarin ár. Fréttablaðið/Stefán Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir hefur hannað nokkuð sérstakan hanska sem nefnist Hitchhike, eða Puttalingurinn. Hanskinn þjónar sem nokkurs konar samskiptatæki milli bílstjóra og ferðalangs og hefur ítalska hönnunartímaritið Abitare meðal annars fjallað um hanskann. Þórunn Árnadóttir útskrifaðist úr hönnunardeild Listaháskóla Íslands árið 2007 og var sama ár valin ein af tíu frambærilegustu unghönnuðum Norðurlanda af hönnunartímaritinu AID. Hún stundar nú meistaranám í vöruhönnun við Royal College of Art í London. Þórunn segist hafa fengið hugmyndina að Puttaling á meðan hún dvaldi í Höfðaborg í Suður Afríku. „Verkefnið varð til út frá rannsókn þar sem við áttum að skoða Suður-Afríska menningu. Ég hafði sérstakan áhuga á að skoða samskiptamáta í landi með ellefu opinber tungumál og sem er samblanda margra þjóða. Ég komst að því að fólkið þar notar alls kyns handamerki til að ná sambandi við strætisvagna- og leigubílstjóra. Fólk notaði táknmálið til að gefa til kynna í hvaða átt það var að fara og bílstjórinn stoppaði ef hann var á sömu leið," útskýrir Þórunn. Hér sést hvernig Puttalingurinn virkar. „Ég ákvað að taka þetta kerfi og uppfæra það þannig að hægt væri að nota það í London. Hér eru almenningsfarartæki alltaf yfirfull af fólki en svo er aðeins ein manneskja í hverjum einkabíl. Með þessu bjó ég í rauninni til nýtt samgöngukerfi byggt á handtáknum þar sem hanskinn er bæði miðinn og stöðvunarskiltið fyrir kerfið. Þetta er svolítið róttæk hugmynd en það var athyglisvert að pæla í hvernig megi laga og bæta samgöngur innan stórborga," segir Þórunn að lokum. Hönnun Þórunnar má skoða á vefsíðunni thorunndesign.com. -sm Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir hefur hannað nokkuð sérstakan hanska sem nefnist Hitchhike, eða Puttalingurinn. Hanskinn þjónar sem nokkurs konar samskiptatæki milli bílstjóra og ferðalangs og hefur ítalska hönnunartímaritið Abitare meðal annars fjallað um hanskann. Þórunn Árnadóttir útskrifaðist úr hönnunardeild Listaháskóla Íslands árið 2007 og var sama ár valin ein af tíu frambærilegustu unghönnuðum Norðurlanda af hönnunartímaritinu AID. Hún stundar nú meistaranám í vöruhönnun við Royal College of Art í London. Þórunn segist hafa fengið hugmyndina að Puttaling á meðan hún dvaldi í Höfðaborg í Suður Afríku. „Verkefnið varð til út frá rannsókn þar sem við áttum að skoða Suður-Afríska menningu. Ég hafði sérstakan áhuga á að skoða samskiptamáta í landi með ellefu opinber tungumál og sem er samblanda margra þjóða. Ég komst að því að fólkið þar notar alls kyns handamerki til að ná sambandi við strætisvagna- og leigubílstjóra. Fólk notaði táknmálið til að gefa til kynna í hvaða átt það var að fara og bílstjórinn stoppaði ef hann var á sömu leið," útskýrir Þórunn. Hér sést hvernig Puttalingurinn virkar. „Ég ákvað að taka þetta kerfi og uppfæra það þannig að hægt væri að nota það í London. Hér eru almenningsfarartæki alltaf yfirfull af fólki en svo er aðeins ein manneskja í hverjum einkabíl. Með þessu bjó ég í rauninni til nýtt samgöngukerfi byggt á handtáknum þar sem hanskinn er bæði miðinn og stöðvunarskiltið fyrir kerfið. Þetta er svolítið róttæk hugmynd en það var athyglisvert að pæla í hvernig megi laga og bæta samgöngur innan stórborga," segir Þórunn að lokum. Hönnun Þórunnar má skoða á vefsíðunni thorunndesign.com. -sm
Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira