Innlent

Ráðherrar berjist gegn ESB-aðild

Úr myndsafni. Mynd/Stefán Karlsson
Úr myndsafni. Mynd/Stefán Karlsson

Flokksráð Vinstri grænna ítrekar andstöðu flokksins við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir að nú hafi verið sótt um aðild að sambandinu, er það eindreginn vilji flokksráðs að Ísland haldi áfram að vera sjálfstætt ríki utan Evrópusambandsins.

Drög að ályktun sem lág fyrir fundinum gekk lengur en var lagt til að aðildarumsóknin yrði dregin til baka.

„Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hvetur ráðherra, þingmenn og félagsmenn Vinstri grænna um allt land til að halda stefnu flokksins um andstöðu við aðild Íslands að ESB á lofti og berjast einarðlega fyrir henni," segir í ályktun sem samþykkt var fyrr í dag á fundi flokksráðins á Akureyri.

Þar segir jafnframt að í ljósi afstöðu flokksins telji flokksráðið brýnt að til verði fastur farvegur skoðanaskipta um Evrópumál á vettvangi flokksins og hvetur til ítarlegrar umfjöllunar um þau.

„Flokksráðið leggur sérstaka áherslu á gegnsæi í umsóknarferlinu og hvetur til opinna umræðu- og fræðslufunda um ESB þar sem öll sjónarmið, kostir og gallar, eru dregin fram."






Tengdar fréttir

Katrín: Ekki til marks um óánægju innan VG

Flokksráðsfundur Vinstri grænna stendur yfir á Akureyrir en um 120 manns sitja fundinn. Rúmlega 40 ályktanir hafa verið lagðar fram þar á meðal ályktun um að samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn verði hætt og að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Varaformaður flokksins segir þær ekki til marks um óánægju innan VG




Fleiri fréttir

Sjá meira


×