Enski boltinn

Vermaelen spilar ekkert fyrr en á næsta ári

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thomas Vermaelen.
Thomas Vermaelen. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest það að belgíski miðvörðurinn Thomas Vermaelen muni ekkert spila með liðinu fyrr en á næsta ári. Vermaelen meiddist á hásin með belgíska landsliðinu á móti Tyrklandi í undankeppni EM í byrjun september og hefur verið frá síðan þá.

Í fyrstu átti Thomas Vermaelen bara að vera frá í eina viku en hann hefur ekki enn náð sér góðum og Wenger segist í raun ekkert geta sagt um hvenær þessi 25 ára miðvörður snýr til baka. Vermaelen sló í gegn á sínu fyrsta ári með Arsenal og það munar að margra mati mikið um hann í Arsenal-vörninni.

„Við viljum fá hann til baka sem fyrst og ég vona að það styttist í endurkomu hans en það veður þó ekki fyrr en í fyrsta lagi í janúar," sagði Arsene Wenger þegar hann var spurður út í Vermaelen. Wenger sagði líka að leikmaðurinn gengi um í sérstökum skóm sem eiga að hjálpa honum að ná sér fyrr af þessum meiðslum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×