Innlent

Rannsókn á stuðningi við innrásina í Írak

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna árið 2003, Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson.
Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna árið 2003, Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson. Mynd/Stefán Karlsson
29 þingmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingarinnar og Hreyfingarinnar hafa lagt fram tillögu á Alþingi um að kosin sérstök verði rannsóknarnefnd um aðdraganda ákvörðunar um stuðning Íslands við innrásina í Írak árið 2003 án samráðs við Alþingi.

Nú hafa tæplega milljón manns fallið vegna stríðsátakanna sem ekki sér fyrir endan á. Í fyrravor komu fram tvær tillögur á Alþingi, frá Ögmundi Jónassyni þingmanni Vinstri grænna og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur þingmanni Samfylkingarinnar um rannsókn á þessari ákvörðun og birtingu skjala henni tengdri.

Fyrsti flutningsmaður tillögunnar sem lögð var fram á Alþingi í gær er Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG. Nefndin á að fá í hendur öll gögn stjórnvalda þar með talið fundargerðir, minnisblöð og greinargerðir. Þessi gögn verða síðan gerð opinber en niðurstaða á að liggja fyrir Alþingi ekki síðar en 1. júní 2011.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×