Í dag þarf endurreisn Ólafs að byrja Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. september 2010 08:15 Ólafur Jóhannesson. Fréttablaðið/Anton Í dag verður Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari að sýna að hann sé á réttri leið með landsliðið. Í fyrsta sinn síðan hann tók við þjálfun liðsins er raunveruleg pressa á honum. Eins og forverar hans hefur Ólafur fengið eina undankeppni til þess að aðlagast landsliðinu - koma sínum áherslum að og fastmóta sinn leikmannahóp. Í dag hefst ný undankeppni og Ólafur byrjar með hreinan skjöld. Hvaða væntingar er hægt að gera til íslenska landsliðsins í knattspyrnu? Liðið er í erfiðum og fámennum riðli í undankeppni EM 2012. Af liðunum í riðlinum er Ísland talið lakast - í fimmta og neðsta styrkleikaflokki. Engu að síður eru þær kröfur gerðar til liðsins að það nái í einhver stig - sérstaklega á heimavelli. Það er skiljanleg krafa. Laugardalsvöllur á að vera vígi þar sem ekkert lið á að geta bókað auðveldan sigur.Leikgleðin og áhuginn En það er fleira sem kemur til en úrslit leikja og stigafjöldi, þó svo að það séu vissulega mikilvæg atriði. Leikmenn íslenska landsliðsins þurfa að leggja sig fram og berjast til síðasta blóðdropa. Það á að vera gaman að spila með íslenska landsliðinu. Aðeins þannig verður gaman að horfa á íslenska landsliðið spila. Ef leikgleði og áhugi verða aðaleinkenni íslenska landsliðsins undir stjórn Ólafs Jóhannessonar er hálfur sigur unninn. Það eru hins vegar mörg ár síðan hinn almenni áhorfendi fann að þessi stemning væri ríkjandi í íslenska landsliðshópnum, ef frá eru taldir fyrstu leikir þess eftir að hann tók við. Síðan þá hefur hallað undan fæti og andleysið náði algeru hámarki í skelfilegum 1-1 jafnteflisleik gegn Liechtenstein í síðasta mánuði. Fyrir ári mættust Ísland og Noregur undir lok undankeppninnar fyrir HM 2010. Ísland var óheppið að vinna ekki sigur og mátti sætta sig við ódýrt 1-1 jafntefli. Ísland spilaði vel í þessum leik og þó svo að niðurstaðan hafi orðið neðsta sæti riðilsins og aðeins fimm stig þótti liðið hafa endað á jákvæðum nótum. Hér til hliðar má sjá árangur liðanna á undanförnu ári, fyrst og fremst í vináttulandsleikjum. Eins og leikur liðanna sýndi í fyrra á Ísland fullt erindi í þetta norska lið sem hefur oft verið betra en nú. Á samanburði á árangri liðanna má sjá að báðum liðum hefur vegnað ágætlega í sínum leikjum. Augljósasti munurinn er þó sá að Noregur hefur verið að vinna flesta sína leiki sem hafa verið spilaðir við talsvert sterkari andstæðinga en þá sem Ísland hefur mætt.Í ruslflokki Noregur spilaði síðast við Úkraínu og Frakkland. Ísland við Andorra og Liechtenstein. Margoft hefur komið fram að það hefur reynst erfitt fyrir Ólaf að fá alvöru vináttulandsleiki og er honum vissulega vorkunn í því. En munurinn á gæðum undirbúnings liðanna fyrir leikinn í kvöld er augljós og Ísland fær ekki betri andstæðinga í framtíðinni nema að styrkja stöðu sína á alþjóðlegum vettvangi. Engu líkara er en að landsliðið í dag sé í ruslflokki. Ólafur nýtur góðs af sterku U-21 landsliði Íslands sem hefur verið að halda uppi merki karlaknattspyrnunnar á Íslandi undanfarin misseri. Það er óskandi að hann færi sér þann meðbyr í nyt. Það er einnig óskandi að íslenska landsliðið byrji vel gegn Noregi í kvöld, kalli fram gamlan baráttuanda og láti Norðmennina finna vel fyrir sér.Leikir ÍslandsÁrangur Íslands undanfarið ár: Dags. Andstæðingur h/ú úrslit 9.9.09 Georgía h 1-1 13.10.09 Suður-Afríka h 1-0 10.11.09 Íran ú 0-1 14.11.09 Lúxemborg ú 1-1 3.3.10 Kýpur ú 0-0 21.3.10 Færeyjar h 2-0 24.3.10 Mexíkó ú 0-0 29.5.10 Andorra h 4-0 11.8.10 Liechtenstein h 1-1Samtals 9 leikir: 3 sigrar, 5 jafntefli, 1 tapMarkatala: 10-4Leikir Noregs Árangur Noregs undanfarið ár: Dags. Andstæðingur h/ú úrslit 9.9.09 Makedónía* h 2-1 10.10.09 Suður-Afríka h 1-0 14.11.09 Sviss ú 1-0 3.3.10 Slóvakía ú 1-0 29.5.10 Svartfjallaland h 2-1 2.6.10 Úkraína h 0-1 11.8.10 Frakkland h 2-1* í undankeppni HM 2010Samtals 7 leikir: 6 sigrar, 1 tapMarkatala: 9-4 Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira
Í dag verður Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari að sýna að hann sé á réttri leið með landsliðið. Í fyrsta sinn síðan hann tók við þjálfun liðsins er raunveruleg pressa á honum. Eins og forverar hans hefur Ólafur fengið eina undankeppni til þess að aðlagast landsliðinu - koma sínum áherslum að og fastmóta sinn leikmannahóp. Í dag hefst ný undankeppni og Ólafur byrjar með hreinan skjöld. Hvaða væntingar er hægt að gera til íslenska landsliðsins í knattspyrnu? Liðið er í erfiðum og fámennum riðli í undankeppni EM 2012. Af liðunum í riðlinum er Ísland talið lakast - í fimmta og neðsta styrkleikaflokki. Engu að síður eru þær kröfur gerðar til liðsins að það nái í einhver stig - sérstaklega á heimavelli. Það er skiljanleg krafa. Laugardalsvöllur á að vera vígi þar sem ekkert lið á að geta bókað auðveldan sigur.Leikgleðin og áhuginn En það er fleira sem kemur til en úrslit leikja og stigafjöldi, þó svo að það séu vissulega mikilvæg atriði. Leikmenn íslenska landsliðsins þurfa að leggja sig fram og berjast til síðasta blóðdropa. Það á að vera gaman að spila með íslenska landsliðinu. Aðeins þannig verður gaman að horfa á íslenska landsliðið spila. Ef leikgleði og áhugi verða aðaleinkenni íslenska landsliðsins undir stjórn Ólafs Jóhannessonar er hálfur sigur unninn. Það eru hins vegar mörg ár síðan hinn almenni áhorfendi fann að þessi stemning væri ríkjandi í íslenska landsliðshópnum, ef frá eru taldir fyrstu leikir þess eftir að hann tók við. Síðan þá hefur hallað undan fæti og andleysið náði algeru hámarki í skelfilegum 1-1 jafnteflisleik gegn Liechtenstein í síðasta mánuði. Fyrir ári mættust Ísland og Noregur undir lok undankeppninnar fyrir HM 2010. Ísland var óheppið að vinna ekki sigur og mátti sætta sig við ódýrt 1-1 jafntefli. Ísland spilaði vel í þessum leik og þó svo að niðurstaðan hafi orðið neðsta sæti riðilsins og aðeins fimm stig þótti liðið hafa endað á jákvæðum nótum. Hér til hliðar má sjá árangur liðanna á undanförnu ári, fyrst og fremst í vináttulandsleikjum. Eins og leikur liðanna sýndi í fyrra á Ísland fullt erindi í þetta norska lið sem hefur oft verið betra en nú. Á samanburði á árangri liðanna má sjá að báðum liðum hefur vegnað ágætlega í sínum leikjum. Augljósasti munurinn er þó sá að Noregur hefur verið að vinna flesta sína leiki sem hafa verið spilaðir við talsvert sterkari andstæðinga en þá sem Ísland hefur mætt.Í ruslflokki Noregur spilaði síðast við Úkraínu og Frakkland. Ísland við Andorra og Liechtenstein. Margoft hefur komið fram að það hefur reynst erfitt fyrir Ólaf að fá alvöru vináttulandsleiki og er honum vissulega vorkunn í því. En munurinn á gæðum undirbúnings liðanna fyrir leikinn í kvöld er augljós og Ísland fær ekki betri andstæðinga í framtíðinni nema að styrkja stöðu sína á alþjóðlegum vettvangi. Engu líkara er en að landsliðið í dag sé í ruslflokki. Ólafur nýtur góðs af sterku U-21 landsliði Íslands sem hefur verið að halda uppi merki karlaknattspyrnunnar á Íslandi undanfarin misseri. Það er óskandi að hann færi sér þann meðbyr í nyt. Það er einnig óskandi að íslenska landsliðið byrji vel gegn Noregi í kvöld, kalli fram gamlan baráttuanda og láti Norðmennina finna vel fyrir sér.Leikir ÍslandsÁrangur Íslands undanfarið ár: Dags. Andstæðingur h/ú úrslit 9.9.09 Georgía h 1-1 13.10.09 Suður-Afríka h 1-0 10.11.09 Íran ú 0-1 14.11.09 Lúxemborg ú 1-1 3.3.10 Kýpur ú 0-0 21.3.10 Færeyjar h 2-0 24.3.10 Mexíkó ú 0-0 29.5.10 Andorra h 4-0 11.8.10 Liechtenstein h 1-1Samtals 9 leikir: 3 sigrar, 5 jafntefli, 1 tapMarkatala: 10-4Leikir Noregs Árangur Noregs undanfarið ár: Dags. Andstæðingur h/ú úrslit 9.9.09 Makedónía* h 2-1 10.10.09 Suður-Afríka h 1-0 14.11.09 Sviss ú 1-0 3.3.10 Slóvakía ú 1-0 29.5.10 Svartfjallaland h 2-1 2.6.10 Úkraína h 0-1 11.8.10 Frakkland h 2-1* í undankeppni HM 2010Samtals 7 leikir: 6 sigrar, 1 tapMarkatala: 9-4
Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira