Íslenski boltinn

Orri Freyr: Nánast búinn að gleyma sigurtilfinningunni

"Það var kominn tími til," sagði Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur eftir leikinn gegn Blikum í kvöld. Grindvíkingar unnu leikinn 2-3. "Maður var nanast búinn að gleyma sigurtilfinningunni. Það er erfitt að útskýra hvað gerist í seinni hálfleik, við fundum bara einhvern neista í okkur. Við vorum frekar þéttir til baka og þá er alltaf mögueiki á að stela stigi eða stigum. Ég er sérstaklega ánægður með seinni hálfleikinn hjá okkur," sagði fyrirliðinn sem segir Ólaf Örn þjálfara hafa breytt nokkrum hlutum eftir að hann tók við. "Hann hefur komið með ferskleika inn í þetta og fengið menn til að fá trú á sjálfan sig. Það skilaði sínu í dag," sagði Orri. "Okkur virðist ganga alltaf þokkalega í Kópavoginum en við erum með lítinn en nokkuð sterkan hóp. Ég er ánægður með strákana sem komu hérna inn í dag," sagði Orri.

Tengdar fréttir

Ólafur Kristjánsson: Sanngjörn úrslit

"Mér fannst þetta sanngjörn úrslit," sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Blika eftir 2-3 tapið gegn Grindvíkingum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×