Innlent

Borg og hverfisráð ósátt við vegriðið

Borgin vill lækka hámarkshraða á Hringbraut úr 60 niður í 50 kílómetra á klukkustund.fréttablaðið/gva
Borgin vill lækka hámarkshraða á Hringbraut úr 60 niður í 50 kílómetra á klukkustund.fréttablaðið/gva

Beygjan á Hringbraut þar sem Vegagerðin reisti vegrið nýlega hefur hönnunarhraða að hámarki 50 kílómetra á klukkustund. Þar er þó leyfður hámarkshraði 60.

Tveir hópar nemenda við Háskóla Íslands unnu að rannsókninni í samgönguverkfræði og var leiðbeinandi þeirra Guðmundur Freyr Úlfarsson, prófessor í samgönguverkfræði. Vegriðið sem um ræðir var reist til þess að draga úr slysahættu og var það gert í óþökk borgaryfirvalda og hverfisráðs Hlíða, sem vilja draga úr hámarkshraða á svæðinu.

Í skýrslu verkefnisins segir: „Umhugsunarvert er að við hönnun og mannvirkjagerð hafi ekki verið tekið meira tillit til stöðvunarsjónvegalengdar og krappa beygjunnar. Þessar takmarkarnir á stöðvunarsjónvegalengd ökumanna koma einkum til vegna plássleysis, íbúðarhús eru mjög nálægt veginum auk þess að mikill hæðarmunur er í landslagi þar sem vegurinn hefur verið grafinn niður.“

Umhverfis- og samgönguráð leggur til lækkun hámarkshraða á kaflanum, með hertu eftirliti og hraðamyndavélum. Hringbraut er skilgreind sem þjóðvegur, eða stofnbraut, og þar með undir umsjá ríkisins og Vegagerðarinnar.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×