Nauðungaruppboðum fjölgar áfram í Danmörku 6. október 2010 09:16 Danir glíma við svipað vandamál og Íslendingar hvað varðar nauðungaruppboð á íbúðum almenninga. Þessum uppboðum fjölgar áfram í Danmörku. Börsen.dk fjallar um málið og vitnar í nýjar tölur frá dönsku hagstofunni. Þar kemur fram að í september urðu 451 nauðungaruppboð í landinu en í sama mánuði í fyrra voru þau 395 talsins. Þetta er aukning upp á 14%. Lone Kjærgaard greinandi hjá Arbejdernes Landsbank segir að fjöldinn svari til þess að 14 íbúðir hafi farið á nauðungaruppboð á hverjum degi í september. Met var slegið hvað fjöldann varðar í mars s.l. þegar 16 íbúðir voru boðnar upp daglega. Kjærgaard segir að tölurnar sýni að kreppan nú kemur ekki eins illa við almenning í Danmörku og síðasta kreppa í upphafi tíunda áratugarins á síðustu öld. Þá fór fjöldi nauðungaruppboða upp í 56 á dag. Steen Bocian aðalhagfræðingur Danske Bank segir að sennilega hafi fjöldi nauðungaruppboða í Danmörku nú náð hámarki og að betri tímar séu framundan hvað þetta varðar. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Danir glíma við svipað vandamál og Íslendingar hvað varðar nauðungaruppboð á íbúðum almenninga. Þessum uppboðum fjölgar áfram í Danmörku. Börsen.dk fjallar um málið og vitnar í nýjar tölur frá dönsku hagstofunni. Þar kemur fram að í september urðu 451 nauðungaruppboð í landinu en í sama mánuði í fyrra voru þau 395 talsins. Þetta er aukning upp á 14%. Lone Kjærgaard greinandi hjá Arbejdernes Landsbank segir að fjöldinn svari til þess að 14 íbúðir hafi farið á nauðungaruppboð á hverjum degi í september. Met var slegið hvað fjöldann varðar í mars s.l. þegar 16 íbúðir voru boðnar upp daglega. Kjærgaard segir að tölurnar sýni að kreppan nú kemur ekki eins illa við almenning í Danmörku og síðasta kreppa í upphafi tíunda áratugarins á síðustu öld. Þá fór fjöldi nauðungaruppboða upp í 56 á dag. Steen Bocian aðalhagfræðingur Danske Bank segir að sennilega hafi fjöldi nauðungaruppboða í Danmörku nú náð hámarki og að betri tímar séu framundan hvað þetta varðar.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira