Fótbolti

Blanco þriðji elsti markaskorari HM-sögunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cuauhtémoc Blanco fagnar marki sínu í kvöld.
Cuauhtémoc Blanco fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/AP
Cuauhtémoc Blanco skoraði seinna mark Mexíkó í 2-0 sigrinum á Frökkum í kvöld og varð þar með þriðji elsti markaskorari HM-sögunnar. Blanco er 37 ára og 151 daga gamall í dag og skoraði markið sitt í kvöld úr vítaspyrnu.

Markaskorarnir tveir sem voru eldri en Cuauhtémoc Blanco voru þeir Roger Milla frá Kamerún og Gunnar Gren frá Svíþjóð. Milla á metið en hann var 42 ára og 39 ára gamall þegar hann skoraði fyrir Kamerún á móti Rússum á HM 1994. Gren átti metið þar á undan síðan hann skoraði á HM 1958 þá tæplega 38 ára gamall.

Mexíkó hefur skorað öll þrjú mörkin sín á þeim 49 mínútum sem Cuauhtémoc Blanco hefur spilað í keppninni. Blanco kom inn á 69. mínútu á móti Suður-Afríku í stöðunni 0-1 og tíu mínútum síðar jafnaði Rafael Marquez leikinn.

Blanco kom inn á 62. mínútu í kvöld, Javier Hernandez kom Mexíkó í 1-0 tveimur mínútum síðar og Blanco innsiglaði síðan sjálfur sigurinn á 79. mínútu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×