Erlent

Níu daga flótta bjarnar í Suður Kóreu er lokið

Yfirvöld í Suður Kóreu hafa loksins haft hendur í hári Malasíubjarnar sem verið hefur níu daga á flótta í landinu.

Björn þessi, sem gengur undir nafninu Khoko eða Strákurinn, slapp úr búri sínu í dýragarðinum í Seoul höfuðborg Suður Kóreu í upphafi síðustu viku þegar starfsmaður dýragarðsins var að þrífa búr hans.

Dýragarðurinn er staðsettur um 18 kílómetrum fyrir sunnan borgina og var fólk á þessum slóðum varað við Khoko því birnir af þessari tegund þykja árásargjarnir. Khoko er þó ekki nema 30 kíló að þyngd.

Frá því að Khoko slapp hafa hundruðir embættismanna leitað hans dag og nótt að því er segir í frétt á BBC um málið. Bæði hundar og þyrla hafa verið notuð við leitina og þjóðin hefur fylgst spennt með á hverjum degi í fjölmiðlum.

Að lokum sást til Khoko við Cheonggye fjall og var þá komið fyrir hunangssmurðum gildrum á svæðinu. Khoko gekk í eina þeirra. Björnin er sagður við góða heilsu og mun snúa aftur í dýragarðinn að lokinni læknisskoðun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×