Innlent

Hafnarfjörður: Hefja formlegar viðræður í dag

„Ég hitti mitt fólk klukkan sex í dag og ætla að ræða við þau aðeins og síðan í kjölfarið ætlum við að setjast niður með fulltrúum Samfylkingarinnar,“ segir Guðrún Ágústa.
„Ég hitti mitt fólk klukkan sex í dag og ætla að ræða við þau aðeins og síðan í kjölfarið ætlum við að setjast niður með fulltrúum Samfylkingarinnar,“ segir Guðrún Ágústa.
Vinstri grænir í Hafnarfirði ætla að hefja formlegar viðræður við Samfylkinguna um myndun nýs meirihluta. Flokkarnir funda ætla að funda í kvöld.

Vinstri grænir eru í oddaaðstöðu eftir bæjarstjórnarkosningarnar í Hafnarfirði. Flokkurinn tók sér daginn í gær til að meta stöðuna en ætlar að hefja formlega viðræður við samfylkinguna í dag um myndun nýs meirihluta.

Guðrún Á. Guðmundsdóttir, er oddviti Vinstri grænna í Hafnarfirði. „Ég hitti mitt fólk klukkan sex í dag og ætla að ræða við þau aðeins og síðan í kjölfarið ætlum við að setjast niður með fulltrúum Samfylkingarinnar og skoða hvort það sé sameiginlegur grundvöllur til að mynda meirihluta."

En hvers vegna samfylkingin? „Það er eins og við höfum talað um í kosningabaráttunni sjálfri og kristallaðist alltaf betur og betur. Við erum nær henni hugmyndafræðilega þannig að það er eðlilegt að sjá hvort það sé hægt að ná betur fram þeim hlutum sem við erum með á oddinum," segir Guðrún Ágústa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×