Viðskipti erlent

Betra uppgjör flugrisa

 Hagur AMR vænkaðist nokkuð á milli ára þrátt fyrir að færri hafi flogið með vélum félagsins í fyrra.Fréttablaðið/Ap
Hagur AMR vænkaðist nokkuð á milli ára þrátt fyrir að færri hafi flogið með vélum félagsins í fyrra.Fréttablaðið/Ap

AMR, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Air­lines, tapaði 1,5 milljörðum Bandaríkjadala í fyrra, jafnvirði rúmra 190 milljarða íslenskra króna. Þrátt fyrir gríðarlegt tap er þetta sex hundruð milljóna dala bati frá 2008.

Kreppan hélt áfram að setja strik í reikning flugfélagsins en farþegum fækkaði um sex prósent í fyrra frá árinu á undan auk þess sem flugmiðaverð lækkaði að meðaltali um þrettán prósent. Þrátt fyrir þetta jókst handbært fé AMR verulega. Það nam 4,9 milljörðum dala í lok síðasta árs samanborið við 3,6 milljarða árið á undan. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×