Tækifæri fyrir transfólk til að stíga fram Erla Hlynsdóttir skrifar 13. október 2010 09:46 Ugla Stefanía vonast til að transfólk sem hefur ekki stigið fram áður mæti á fundinn Trans-ungmennakvöld verður haldið í regnbogasal Samtakanna 78 á laugardagskvöldið. Viðburðurinn er miðaður að ung transfólki, þeim sem telja sig hafa fæðst í líkama af röngu kyni. Ugla Stefanía Jónsdóttir er nítján ára og fæddist í líkama karls. Hún er í svokölluðu kynleiðréttingarferli og bíður eftir því að fara í aðgerð til að leiðrétta kyn sitt. Ugla Stefanía er ein þeirra sem koma að skipulagningu Trans-ungmennakvöldsins. Algjör trúnaður ríkir á fundinum og verða því myndatökur með öllu bannaðar. Hann er opinn ungu transfólki upp að þrítugu, og öllum þeim sem telja sig á einhvern hátt telja sig vera transgender, en það orð hefur hér á landi verið notað sem regnhlífarhugtak yfir þá sem fæðst hafa í líkama af röngu kyni. Ugla segist vita til þess að minnst tíu til fimmtán manns ætli að mæta á fundinn. Hún vonast til að ungt transfólk sem hefur ekki áður stigið fram grípi tækifærið til að kynnast öðru fólki í svipuðum sporum. „Tilgangurinn með þessum fundi er líka að þarna geti komið fólk sem hefur ekki þorað að stíga fram áður," segir hún. Markmiðið með fundinum er að ungt transfólk geti komið og kynnst hvert öðru, fengið ráðgjöf frá reyndum einstaklingum eða bara einfaldlega til þess að spjalla. Kvöldið er skipulagt í samstarfi við félögin Trans-Ísland, Q-félag hinsegin stúdenta, Samtökin 78, Ungliðahreyfingu samtakanna 78 og Samtökin 78 á Norðurlandi. Áætluð dagskrá hefst klukkan sjö á laugardagskvöldið og lýkur um klukkan ellefu. Öll félögin verða með fulltrúa á staðnum þar sem starfsemin er kynnt sem og hvernig félagið tengist transgender-málefnum á Íslandi. Ugla Stefanía var í opinskáu viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 þar sem hún sagði sögu sína. Viðtalið má nálgast með því að smella hér Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira
Trans-ungmennakvöld verður haldið í regnbogasal Samtakanna 78 á laugardagskvöldið. Viðburðurinn er miðaður að ung transfólki, þeim sem telja sig hafa fæðst í líkama af röngu kyni. Ugla Stefanía Jónsdóttir er nítján ára og fæddist í líkama karls. Hún er í svokölluðu kynleiðréttingarferli og bíður eftir því að fara í aðgerð til að leiðrétta kyn sitt. Ugla Stefanía er ein þeirra sem koma að skipulagningu Trans-ungmennakvöldsins. Algjör trúnaður ríkir á fundinum og verða því myndatökur með öllu bannaðar. Hann er opinn ungu transfólki upp að þrítugu, og öllum þeim sem telja sig á einhvern hátt telja sig vera transgender, en það orð hefur hér á landi verið notað sem regnhlífarhugtak yfir þá sem fæðst hafa í líkama af röngu kyni. Ugla segist vita til þess að minnst tíu til fimmtán manns ætli að mæta á fundinn. Hún vonast til að ungt transfólk sem hefur ekki áður stigið fram grípi tækifærið til að kynnast öðru fólki í svipuðum sporum. „Tilgangurinn með þessum fundi er líka að þarna geti komið fólk sem hefur ekki þorað að stíga fram áður," segir hún. Markmiðið með fundinum er að ungt transfólk geti komið og kynnst hvert öðru, fengið ráðgjöf frá reyndum einstaklingum eða bara einfaldlega til þess að spjalla. Kvöldið er skipulagt í samstarfi við félögin Trans-Ísland, Q-félag hinsegin stúdenta, Samtökin 78, Ungliðahreyfingu samtakanna 78 og Samtökin 78 á Norðurlandi. Áætluð dagskrá hefst klukkan sjö á laugardagskvöldið og lýkur um klukkan ellefu. Öll félögin verða með fulltrúa á staðnum þar sem starfsemin er kynnt sem og hvernig félagið tengist transgender-málefnum á Íslandi. Ugla Stefanía var í opinskáu viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 þar sem hún sagði sögu sína. Viðtalið má nálgast með því að smella hér
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira