Enski boltinn

O'Hara á leið aftur til Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jamie O'Hara í leik með Portsmouth.
Jamie O'Hara í leik með Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images

Útlit er fyrir að Jamie O'Hara sé aftur á leið til Tottenham en hann hefur verið í láni hjá Portmouth á leiktíðinni.

Lánssamningurinn rennur út fimmtánda janúar næstkomandi og þar sem Portsmouth sætir nú kaupbanni er ekki hægt að framlengja hann, jafnvel þótt að bæði félög séu sátt við það.

Forráðamenn Portsmouth hafa sett sig í samband við forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar til að fá skýringar á þessu en sjálfur segist O'Hara ekkert vita.

„Ég veit ekki hver staðan er. Það er því ekkert annað að gera nema að bíða og sjá hvað gerist," sagði O'Hara við enska fjölmiðla. En hann vill ekki fara. „Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði fyrir mig. Mér hefur gengið vel og hér nýt ég þess að spila knattspyrnu. Ég vil því ekki fara aftur [til Tottenham] þar sem ég fæ ekki að spila."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×