Handbolti

GOG í greiðslustöðvun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. Mynd/Daníel

GOG er frá og með deginum í dag í greiðslustöðvun og fær félagið því nú frest til að koma sínum málum í lag áður en til gjaldþrots kemur.

GOG hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum og var reynt að bjarga félaginu án árangurs nú í haust.

Tvö stig verða dregin af liðinu í dönsku úrvalsdeildinni og er leikmönnum nú frjálst að yfirgefa félagið.

Lögmaður GOG, Lemmy Fialin, sagði við danska fjölmiðla að hann ætti von á því að framtíð félagsins myndi skýrast á næstu 2-3 vikum. Ef ekki verður fundin lausn er ljóst að GOG þyrfti að hætta starfssemi.

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er þjálfari GOG og með liðinu leikur Ásgeir Örn Hallgrímsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×