Enski boltinn

Coyle vill taka við Bolton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Owen Coyle og Jóhannes Karl Guðjónsson.
Owen Coyle og Jóhannes Karl Guðjónsson. Nordic Photos / Getty Images

Owen Coyle vill hætta hjá Burnley og taka við knattspyrnustjórn hjá Bolton eftir því sem kemur fram á heimasíðu fyrrnefnda félagsins í dag.

„Owen Coyle hefur í dag ítrekað ósk sína um að hætta hjá Burnley og ganga til liðs við Bolton," sagði í yfirlýsingunni.

„Burnley mun ná ganga til viðræðna við Bolton þar sem enn á eftir að ná samkomulagi um bótagreiðslu," sagði enn fremur en talið er að Burnley vilji fá um þrjár milljónir punda fyrir að leysa Coyle undan samningi hans við félagið.

Gary Megson var í síðustu viku rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Bolton en Grétar Rafn Steinsson leikur með liðinu. Jóhannes Karl Guðjónsson leikur með Burnley.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×