Sýndarmennska um sáttanefnd? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. nóvember 2010 06:00 Það sem Íslendingar þurfa er sterkara atvinnulíf. Óvissa og óljós framtíð í helstu atvinnugreinum landsins er óþolandi. Það er alið á tortryggni og andúð á ákveðnum stéttum fólks. Niðurstaðan er kyrrstaða í íslensku atvinnulífi. Atvinnulífið í landinu líður fyrir sundrungu í ríkisstjórninni. Ég vil ekki vera neikvæð, neikvæðni er vont veganesti. En atvinnulífið þolir ekki lengri stöðnun. Sjávarútvegurinn hefur of lengi verið bitbein í samfélaginu. Flestir gera sér fullvel grein fyrir mikilvægi og nauðsyn þess að ná sátt til langframa um þessa atvinnugrein. Niðurstaða meirihluta svonefndrar sáttanefndar um sjávarútvegsmál á dögunum liggur fyrir. Mælt var með samningaleiðinni og að byggja skuli á ríkjandi fiskveiðistjórnunarkerfi; kerfi sem hefur aukið verðmæti íslenskra sjávarafurða og leitt til þess að íslenskur sjávarútvegur, er fyrirmynd annarra landa. En hvað gerir ríkisstjórnin? Í stað þess að grípa augljóst tækifæri og fara að tillögum sáttanefndarinnar, dregur ríkisstjórnin enn lappirnar. Hvers vegna? Var kannski niðurstaðan henni ekki að skapi? Var sáttanefndin bara sýndarmennska? Óvissan hefur gert það að verkum, að næstum engin fjárfesting eða framkvæmdir eru innan atvinnugreinarinnar. Allir halda að sér höndum, sem hefur í för með sér minni atvinnu, meðal annars fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem veita greininni þjónustu. Þegar núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var sett á laggirnar var það umdeilt og erfitt fyrir margra hluta sakir. Menn greindi á um aðferðir við að skipta takmarkaðri auðlind. Þeir sem lengi höfðu stundað útgerð gátu ekki lengur fiskað að vild. Það kallaði á mikla og sársaukafulla hagræðingu innan greinarinnar sem margir virðast hafa gleymt. Það kann að vera að hægt sé að gagnrýna hvernig þáverandi stjórnvöld stóðu að breytingunum, en þær voru nauðsynlegar. Fiskistofnarnir voru á niðurleið, sumir segja að hruni komnir. Það þurfti að taka ákvörðun um framtíð fiskveiða. Það varð að takmarka veiðarnar. Það var gert þrátt fyrir pólitískar óvinsældir. Þá höfðu menn í huga að tryggja viðgang, verndun og hagkvæma nýtingu fiskistofnanna. Málið er ekkert flóknara nú. Mikilvægast er fyrir heimilin og samfélagið allt að koma atvinnulífinu af stað aftur. Hvað sjávarútveginn varðar er málið einfalt. Tillögurnar liggja fyrir. Það þarf ákvarðanir. Það þarf ríkisstjórn, sem þorir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það sem Íslendingar þurfa er sterkara atvinnulíf. Óvissa og óljós framtíð í helstu atvinnugreinum landsins er óþolandi. Það er alið á tortryggni og andúð á ákveðnum stéttum fólks. Niðurstaðan er kyrrstaða í íslensku atvinnulífi. Atvinnulífið í landinu líður fyrir sundrungu í ríkisstjórninni. Ég vil ekki vera neikvæð, neikvæðni er vont veganesti. En atvinnulífið þolir ekki lengri stöðnun. Sjávarútvegurinn hefur of lengi verið bitbein í samfélaginu. Flestir gera sér fullvel grein fyrir mikilvægi og nauðsyn þess að ná sátt til langframa um þessa atvinnugrein. Niðurstaða meirihluta svonefndrar sáttanefndar um sjávarútvegsmál á dögunum liggur fyrir. Mælt var með samningaleiðinni og að byggja skuli á ríkjandi fiskveiðistjórnunarkerfi; kerfi sem hefur aukið verðmæti íslenskra sjávarafurða og leitt til þess að íslenskur sjávarútvegur, er fyrirmynd annarra landa. En hvað gerir ríkisstjórnin? Í stað þess að grípa augljóst tækifæri og fara að tillögum sáttanefndarinnar, dregur ríkisstjórnin enn lappirnar. Hvers vegna? Var kannski niðurstaðan henni ekki að skapi? Var sáttanefndin bara sýndarmennska? Óvissan hefur gert það að verkum, að næstum engin fjárfesting eða framkvæmdir eru innan atvinnugreinarinnar. Allir halda að sér höndum, sem hefur í för með sér minni atvinnu, meðal annars fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem veita greininni þjónustu. Þegar núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var sett á laggirnar var það umdeilt og erfitt fyrir margra hluta sakir. Menn greindi á um aðferðir við að skipta takmarkaðri auðlind. Þeir sem lengi höfðu stundað útgerð gátu ekki lengur fiskað að vild. Það kallaði á mikla og sársaukafulla hagræðingu innan greinarinnar sem margir virðast hafa gleymt. Það kann að vera að hægt sé að gagnrýna hvernig þáverandi stjórnvöld stóðu að breytingunum, en þær voru nauðsynlegar. Fiskistofnarnir voru á niðurleið, sumir segja að hruni komnir. Það þurfti að taka ákvörðun um framtíð fiskveiða. Það varð að takmarka veiðarnar. Það var gert þrátt fyrir pólitískar óvinsældir. Þá höfðu menn í huga að tryggja viðgang, verndun og hagkvæma nýtingu fiskistofnanna. Málið er ekkert flóknara nú. Mikilvægast er fyrir heimilin og samfélagið allt að koma atvinnulífinu af stað aftur. Hvað sjávarútveginn varðar er málið einfalt. Tillögurnar liggja fyrir. Það þarf ákvarðanir. Það þarf ríkisstjórn, sem þorir.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun