Veruleg óvissa ríkir um lánshæfismat ríkissjóðs 5. janúar 2010 12:12 Eftir yfirlýsingu forsetans um að undirrita ekki lögin um Icesave-frumvarpið er ljóst að veruleg óvissa ríkir um lánshæfismat ríkissjóðs. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að síðastliðinn fimmtudag greindi matsfyrirtækið S&P frá því um leið og það staðfesti lánshæfismat ríkissjóðs að það hefði breytt horfum þess úr neikvæðum í stöðugar. Er þetta í fyrsta sinn sem S&P sendir frá sér tilkynningu um lánshæfismat ríkissjóðs síðan í lok nóvember 2008 þegar það lækkaði síðast lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs. Er nokkuð ljóst að fyrirtækið hafi beðið áttekta eftir að Icesave-málið tæki að skýrast enda segir í tilkynningu þess að endurskoðunin á horfum byggist á samþykkt Alþingis á Icesave-frumvarpinu sem átti sér stað síðla kvölds daginn áður. Taldi fyrirtækið nokkuð víst að forseti Íslands myndi undirrita lögin, en nú er ljóst að annað kom á daginn. Fyrir erlendar skuldbindingar eru lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs BBB-/A-3 en fyrir innlendar skuldbindingar BBB+/A-2. Í tilkynningu S&P, sem birt er á heimasíðu Seðlabankans, segir að þótt Icesave-samningurinn komi til með að auka verulega á almenna skuldabyrði ríkissjóðs þá sé samþykkt hans mikilvægt skref í átt að hægt verði að greiða út lánið frá AGS og tvíhliða lán frá Norðurlöndum. Þetta fjármagn mun styrkja gjaldeyrisvarasjóðs Seðlabankans og þar með lausafjárstöðu Íslands sem er veik um þessar mundir. Með þessu eru sköpuð skilyrði til þess að mögulegt verði að losa um þau gjaldeyrishöft sem sett voru í nóvember 2008. Áhersla S&P á lausn Icesave-málsins er síður en svo einsdæmi enda hafa matsfyrirtækin Moody´s og Fitch einnig lagt áherslu á að lausn sé mikilvæg fyrir lánshæfismat ríkissjóðs. Þann 11. nóvember lækkaði Moody´s lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs fyrir innlendar og erlendar skuldbindingar úr Baa1 í Baa3 og breytti horfum um þær úr neikvæðum í stöðugar. Í tilkynningu fyrirtækisins kom m.a. fram að lánafyrirgreiðsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Icesave væri forsenda þess að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs yrði ekki lækkuð. Þann 23. desember greindi Fitch frá því um leið og það staðfesti lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs að það hefði tekið þær af athugunarlista með neikvæðum vísbendingum en horfur um einkunnir væru þó enn neikvæðar. Í tilkynningu Fitch kom m.a. fram að fyrirtækið teldi að samþykkt Alþingis á Icesave-samkomulaginu gæti verið skammt undan og taldi að það gæti grafið undan lánshæfi ríkissjóðs ef það tæki langan tíma að aflétta gjaldeyrishömlum og koma á stöðugleika í gengismálum. Af framansögðu er nokkuð ljóst að yfirlýsing forsetans um að undirrita ekki lögin gæti haft neikvæð áhrif á lánshæfismat ríkissjóðs. Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Eftir yfirlýsingu forsetans um að undirrita ekki lögin um Icesave-frumvarpið er ljóst að veruleg óvissa ríkir um lánshæfismat ríkissjóðs. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að síðastliðinn fimmtudag greindi matsfyrirtækið S&P frá því um leið og það staðfesti lánshæfismat ríkissjóðs að það hefði breytt horfum þess úr neikvæðum í stöðugar. Er þetta í fyrsta sinn sem S&P sendir frá sér tilkynningu um lánshæfismat ríkissjóðs síðan í lok nóvember 2008 þegar það lækkaði síðast lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs. Er nokkuð ljóst að fyrirtækið hafi beðið áttekta eftir að Icesave-málið tæki að skýrast enda segir í tilkynningu þess að endurskoðunin á horfum byggist á samþykkt Alþingis á Icesave-frumvarpinu sem átti sér stað síðla kvölds daginn áður. Taldi fyrirtækið nokkuð víst að forseti Íslands myndi undirrita lögin, en nú er ljóst að annað kom á daginn. Fyrir erlendar skuldbindingar eru lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs BBB-/A-3 en fyrir innlendar skuldbindingar BBB+/A-2. Í tilkynningu S&P, sem birt er á heimasíðu Seðlabankans, segir að þótt Icesave-samningurinn komi til með að auka verulega á almenna skuldabyrði ríkissjóðs þá sé samþykkt hans mikilvægt skref í átt að hægt verði að greiða út lánið frá AGS og tvíhliða lán frá Norðurlöndum. Þetta fjármagn mun styrkja gjaldeyrisvarasjóðs Seðlabankans og þar með lausafjárstöðu Íslands sem er veik um þessar mundir. Með þessu eru sköpuð skilyrði til þess að mögulegt verði að losa um þau gjaldeyrishöft sem sett voru í nóvember 2008. Áhersla S&P á lausn Icesave-málsins er síður en svo einsdæmi enda hafa matsfyrirtækin Moody´s og Fitch einnig lagt áherslu á að lausn sé mikilvæg fyrir lánshæfismat ríkissjóðs. Þann 11. nóvember lækkaði Moody´s lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs fyrir innlendar og erlendar skuldbindingar úr Baa1 í Baa3 og breytti horfum um þær úr neikvæðum í stöðugar. Í tilkynningu fyrirtækisins kom m.a. fram að lánafyrirgreiðsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Icesave væri forsenda þess að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs yrði ekki lækkuð. Þann 23. desember greindi Fitch frá því um leið og það staðfesti lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs að það hefði tekið þær af athugunarlista með neikvæðum vísbendingum en horfur um einkunnir væru þó enn neikvæðar. Í tilkynningu Fitch kom m.a. fram að fyrirtækið teldi að samþykkt Alþingis á Icesave-samkomulaginu gæti verið skammt undan og taldi að það gæti grafið undan lánshæfi ríkissjóðs ef það tæki langan tíma að aflétta gjaldeyrishömlum og koma á stöðugleika í gengismálum. Af framansögðu er nokkuð ljóst að yfirlýsing forsetans um að undirrita ekki lögin gæti haft neikvæð áhrif á lánshæfismat ríkissjóðs.
Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira