Tony Fernandes segist vera með tilboð í West Ham 5. janúar 2010 08:12 Samkvæmt frétt á Sky Sport hefur Tony Fernandes, eigandi AsiaAir, ekki gefið upp á bátinn að eignast ráðandi hlut í enska úrvalsdeildarliðinu West Ham. Tony segist vera að ganga frá samningi við CB Holding sem er að mestu í eigu Straums.Áður hefur komið fram í breskum fjölmiðlum að Tony Fernandes, fjárfestir frá Malasíu, hefði gefið kaupin á West Ham upp á bátinn þar sem hann ætlaði að einbeita sér að því að koma Lotus liðinu áfram í Formúlu 1 kappakstrinum. Fernandes festi kaup á Lotus liðinu á síðasta ári.Samkvæmt fréttinni á Sky Sport vonast Fernandes til þess að geta stungið West Ham undan þeim David Gold og David Sullivan sem gert hafa 50 milljón punda tilboð í 50% eignarhlut í West Ham.Breska blaðið The Sun hefur eftir Fernandes að von bráðar muni West Ham liðið fá eigenda sem getur breytt stöðu þess og ber umhyggju fyrir liðinu. Áður hefur komið fram að Fernandes er ákafur stuðningsmaður West Ham. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samkvæmt frétt á Sky Sport hefur Tony Fernandes, eigandi AsiaAir, ekki gefið upp á bátinn að eignast ráðandi hlut í enska úrvalsdeildarliðinu West Ham. Tony segist vera að ganga frá samningi við CB Holding sem er að mestu í eigu Straums.Áður hefur komið fram í breskum fjölmiðlum að Tony Fernandes, fjárfestir frá Malasíu, hefði gefið kaupin á West Ham upp á bátinn þar sem hann ætlaði að einbeita sér að því að koma Lotus liðinu áfram í Formúlu 1 kappakstrinum. Fernandes festi kaup á Lotus liðinu á síðasta ári.Samkvæmt fréttinni á Sky Sport vonast Fernandes til þess að geta stungið West Ham undan þeim David Gold og David Sullivan sem gert hafa 50 milljón punda tilboð í 50% eignarhlut í West Ham.Breska blaðið The Sun hefur eftir Fernandes að von bráðar muni West Ham liðið fá eigenda sem getur breytt stöðu þess og ber umhyggju fyrir liðinu. Áður hefur komið fram að Fernandes er ákafur stuðningsmaður West Ham.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira