Bandaríkin leiða í Ryderbikarnum, 6-4, en lið Evrópu er í fínni stöðu til þess að komast yfir er keppnin heldur áfram á morgun.
Sex leikir eru í gangi sem fara af stað aftur í fyrramálið og þar er Evrópa yfir í öllum leikjum.
Þegar þeim leikjum lýkur er liðakeppnin búin og við taka tólf leikir þar sem einn spilar gegn einum.
Það er því allt útlit fyrir æsispennandi lokadag í Ryder-bikarnum á morgun.